RÚV fær 5000 evra sekt vegna Palestínufána Hatara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2019 16:37 Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef RÚV en sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það nemur tæpum 700 þúsund krónum og er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar. Fram kemur í yfirlýsingu RÚV að stofnunin hafi mótmælt þeim fyrirætlunum EBU um að sekta Ríkisútvarpið fyrir framkomu Hatara. Var óánægju lýst með meðferð málsins og fyrirhugaða niðurstöðu í bréfi til EBU og það sagt röng og ranglát niðurstaða að sekta Ríkisútvarpið fyrir brot á reglum þar sem stofnunin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. Þá er þeirri skoðun RÚV lýst að þær sjónvarpsstöðvar sem taki þátt í Eurovision muni aldrei geta komið alveg í veg fyrir það að listamenn á þeirra vegum geri eða segi eitthvað sem gæti hugsanlega brotið í bága við reglur keppninnar. Fyrr í mánuðinum staðfesti RÚV að stofnunin muni taka þátt í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam í Hollandi. Þá hefur afgreiðsla EBU á framkomu Hatara ekki frekari eftirmála, að því er fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45 Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17 Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef RÚV en sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það nemur tæpum 700 þúsund krónum og er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar. Fram kemur í yfirlýsingu RÚV að stofnunin hafi mótmælt þeim fyrirætlunum EBU um að sekta Ríkisútvarpið fyrir framkomu Hatara. Var óánægju lýst með meðferð málsins og fyrirhugaða niðurstöðu í bréfi til EBU og það sagt röng og ranglát niðurstaða að sekta Ríkisútvarpið fyrir brot á reglum þar sem stofnunin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. Þá er þeirri skoðun RÚV lýst að þær sjónvarpsstöðvar sem taki þátt í Eurovision muni aldrei geta komið alveg í veg fyrir það að listamenn á þeirra vegum geri eða segi eitthvað sem gæti hugsanlega brotið í bága við reglur keppninnar. Fyrr í mánuðinum staðfesti RÚV að stofnunin muni taka þátt í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam í Hollandi. Þá hefur afgreiðsla EBU á framkomu Hatara ekki frekari eftirmála, að því er fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45 Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17 Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45
Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17
Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52