Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2019 19:00 Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. Drengurinn sem er í efri bekkjum grunnskóla leitaði nýverið á Landspítalann vegna veikinda. Í framhaldinu af rannsóknum vaknaði grunur um að veikindin væru tengd rafrettunotkun hans. Hann hefur síðan verið í meðferð á spítalanum en er á batavegi. Sjá einnig: Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í dag vegna málsins kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp. Alma Möller, landlæknir, segir landlæknisembættið vera að grípa til hinna ýmsu aðgerða vegna málsins. Hún segir mikilvægt að skólar framfylgi rafrettubanni á skólalóðum, þá þurfa þeir sem nota rafrettur að passa sig á að kaupa rafrettur aðeins af viðurkenndum aðilum og þeir sem finna einkenni sem geta tengst notkuninni að leita til læknis. Hún hvetur einnig foreldrar að vera vakandi fyrir rafrettunotkun barna sinna. „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað og 10-15% nota þetta að staðaldri og við vitum ekki nógu mikið um langtímaáhrif af rafrettum en við erum að sjá þessi veikindatilfelli núna í Bandaríkjunum og þá auðvitað verðum við áhyggjufull,“ segir Alma. Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. 27. ágúst 2019 19:45 Kona brenndist þegar rafretta sprakk og kveikti í dýnunni Tilkynnt var um eld sem kviknaði í rúmi út frá rafrettu í Engihjalla á föstudagsmorgun. Ung kona hlaut brunasár á upphandlegg en hún var sofandi í rúminu. 3. september 2019 09:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. Drengurinn sem er í efri bekkjum grunnskóla leitaði nýverið á Landspítalann vegna veikinda. Í framhaldinu af rannsóknum vaknaði grunur um að veikindin væru tengd rafrettunotkun hans. Hann hefur síðan verið í meðferð á spítalanum en er á batavegi. Sjá einnig: Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í dag vegna málsins kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp. Alma Möller, landlæknir, segir landlæknisembættið vera að grípa til hinna ýmsu aðgerða vegna málsins. Hún segir mikilvægt að skólar framfylgi rafrettubanni á skólalóðum, þá þurfa þeir sem nota rafrettur að passa sig á að kaupa rafrettur aðeins af viðurkenndum aðilum og þeir sem finna einkenni sem geta tengst notkuninni að leita til læknis. Hún hvetur einnig foreldrar að vera vakandi fyrir rafrettunotkun barna sinna. „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað og 10-15% nota þetta að staðaldri og við vitum ekki nógu mikið um langtímaáhrif af rafrettum en við erum að sjá þessi veikindatilfelli núna í Bandaríkjunum og þá auðvitað verðum við áhyggjufull,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. 27. ágúst 2019 19:45 Kona brenndist þegar rafretta sprakk og kveikti í dýnunni Tilkynnt var um eld sem kviknaði í rúmi út frá rafrettu í Engihjalla á föstudagsmorgun. Ung kona hlaut brunasár á upphandlegg en hún var sofandi í rúminu. 3. september 2019 09:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. 27. ágúst 2019 19:45
Kona brenndist þegar rafretta sprakk og kveikti í dýnunni Tilkynnt var um eld sem kviknaði í rúmi út frá rafrettu í Engihjalla á föstudagsmorgun. Ung kona hlaut brunasár á upphandlegg en hún var sofandi í rúminu. 3. september 2019 09:00