Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 15:03 Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu. vísir Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. Móðirin, Marissa Lazaro, sagði að sonurinn hafi ekki komið heim eitt kvöldið og þegar hún hafi farið að leita hans hjá lögreglu hafi komið í ljós að hann hafði verið skotinn til bana. Hún sagði að dauði hans hafi umturnað lífi hennar. „Er til of mikils ætlast að dauði sonar míns sé rannsakaður,“ spurði hún ráðstefnugesti. Lazaro hélt á mynd af syninum þegar miðaldra filippseysk kona stóð upp og hellti sér yfir hana og sagði hana fara með ósannindi. „Duterte forseti er að hjálpa þér,“ hrópaði hún að konunni sem hágrét undir reiðilestrinum. Baráttufólk fyrir mannréttindum á Filippseyjum ákvað að halda ráðstefnuna á Íslandi í þakkarskyni fyrir tillögu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í júlí um að rannsaka mannréttindabrot á Filippseyjum. Tillagan var samþykkt við litla hrifningu Dutertes. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands ávarpaði ráðstefnuna og varð vitni að uppnáminu í kringum hrópin að móðurinni. Filippseyjar Reykjavík Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Fordæmi Íslands veitir vonarglætu Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. 30. júlí 2019 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. Móðirin, Marissa Lazaro, sagði að sonurinn hafi ekki komið heim eitt kvöldið og þegar hún hafi farið að leita hans hjá lögreglu hafi komið í ljós að hann hafði verið skotinn til bana. Hún sagði að dauði hans hafi umturnað lífi hennar. „Er til of mikils ætlast að dauði sonar míns sé rannsakaður,“ spurði hún ráðstefnugesti. Lazaro hélt á mynd af syninum þegar miðaldra filippseysk kona stóð upp og hellti sér yfir hana og sagði hana fara með ósannindi. „Duterte forseti er að hjálpa þér,“ hrópaði hún að konunni sem hágrét undir reiðilestrinum. Baráttufólk fyrir mannréttindum á Filippseyjum ákvað að halda ráðstefnuna á Íslandi í þakkarskyni fyrir tillögu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í júlí um að rannsaka mannréttindabrot á Filippseyjum. Tillagan var samþykkt við litla hrifningu Dutertes. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands ávarpaði ráðstefnuna og varð vitni að uppnáminu í kringum hrópin að móðurinni.
Filippseyjar Reykjavík Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Fordæmi Íslands veitir vonarglætu Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. 30. júlí 2019 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Fordæmi Íslands veitir vonarglætu Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. 30. júlí 2019 07:00