Innlent

Aurskriða féll yfir veg á Vestfjörðum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vegur 690 í Gilsfirði er lokaður.
Vegur 690 í Gilsfirði er lokaður. Skjáskot/Vegagerðin
Vegur 690 í Gilsfirði á Vestfjörðum er lokaður við ytri Ólafsdalshlíð. Aurskriða féll yfir veginn samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Veðurstofa Íslands hefur síðustu daga gefið út úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og beðið ferðamenn að fara með gát. Rigndi gríðarlega á vesturhelmingi landsins.

Á morgun er spáð suðaustan og austan 5-13 m/s, en lengst af hvassari með suðurströndinni. Víða skýjað og úrkomulítið, en rigning af og til sunnan- og vestanlands á morgun. Hiti 10 til 20 stig á morgun, hlýjast um landið norðanvert samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 


Tengdar fréttir

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir hlaupið í Skaftá nú mjög lítið. Það sem sýni skýr merki hlaups sé hækkuð rafleiðini. Vatnsyfirborð hefur lítið vaxið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×