Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air.
Eftir að Isavia hafði verið gert að afhenda farþegaþotuna var henni flogið af landi brott tveimur dögum síðar í júlí síðastliðnum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í ágúst síðastliðnum að Isavia hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu héraðsdóms hnekkt úr því að ALC hafði fengið þotuna.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar í dag auk þess sem að Isavia þarf að greiða ALC 500 þúsund krónur í kærumálskostnað.
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar

Tengdar fréttir

Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin
Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum.

Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna
Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi.

Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna
Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi.

Þota ALC farin af landi brott
Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun.