Í tilkynningu segir að Vignir muni auk þess leiða þróunarstarf og uppbyggingu á ferðaþjónustutengdri afþreyingu í miðbænum, og samstarf við sveitarfélagið Árborg og hagsmunaaðila á Selfossi í markaðs- og kynningarmálum.
„Sigtún Þróunarfélag stendur að uppbyggingu á nýja miðbænum á Selfossi þar sem byggð verða 35 hús í klassískum íslenskum stíl, samtals um 22 þúsund fermetrar, sem hýsa munu verslanir, veitingastaði, skrifstofur, íbúðir og hótel. Þá er fjölbreytt menningar- og sýningarstarfsemi fyrirhuguð í nýja miðbænum, m.a. sýning um íslenska skyrið og safn sem starfrækt verður í endurbyggðri miðaldardómkirkju.
Framkvæmdir á Selfossi eru í fullum gangi en ætlað er að fyrri áfanga ljúki eftir rúmlega eitt ár og að framkvæmdum verði að fullu lokið árið 2022, segir í tilkynningunni.
Vignir er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.