Innviðir kaupa 13 prósenta hlut í HS Veitum Hörður Ægisson skrifar 25. september 2019 07:00 Áætlaðar tekjur HS Veitna á þessu ári eru rúmlega 7,4 milljarðar. króna Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að langstærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, gekk í síðasta mánuði frá kaupum á tæplega 38 prósenta hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samtals er því um að ræða um þrettán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en kaupverðið nam rúmlega þremur milljörðum króna. Seljendur voru einkum Akur fjárfestingar og TM, sem áttu saman um 30 prósenta hlut, en þá seldi Ursus, félag Heiðars Guðjónssonar forstjóra Sýnar, einnig meðal annars hluta af sínum bréfum í félaginu. Formlegt söluferli á hlut í HSV hófst í maí en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með ferlinu. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem bar heitið Project Heat, kom fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 yrði um 2,9 milljarðar og að tekjur myndu aukast um liðlega 500 milljónir og verða rúmlega 7,4 milljarðar. HS Veitur er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Aðrir hluthafar eru Reykjanesbær með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær 5,4 prósenta hlut og Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15 Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að langstærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, gekk í síðasta mánuði frá kaupum á tæplega 38 prósenta hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samtals er því um að ræða um þrettán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en kaupverðið nam rúmlega þremur milljörðum króna. Seljendur voru einkum Akur fjárfestingar og TM, sem áttu saman um 30 prósenta hlut, en þá seldi Ursus, félag Heiðars Guðjónssonar forstjóra Sýnar, einnig meðal annars hluta af sínum bréfum í félaginu. Formlegt söluferli á hlut í HSV hófst í maí en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með ferlinu. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem bar heitið Project Heat, kom fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 yrði um 2,9 milljarðar og að tekjur myndu aukast um liðlega 500 milljónir og verða rúmlega 7,4 milljarðar. HS Veitur er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Aðrir hluthafar eru Reykjanesbær með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær 5,4 prósenta hlut og Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15 Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15
Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45