Nauðsynlegt að ræða offitu hjá þunguðum konum Elín Albertsdóttir skrifar 25. september 2019 16:30 Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Rannsókn sem gerð var í Noregi sýnir að of þungar konur fá oftar fylgikvilla á meðgöngu en þær sem eru í kjörþyngd. Þetta er vandamál sem ljósmæðrum er kunnugt um. Samkvæmt rannsókninni voru 35 prósent kvenna sem fæddu börn í Noregi árið 2018 of þung eða í yfirvigt. Linn Marie Sørbye ljósmóðir hefur rannsakað þyngd barnshafandi kvenna og tengsl offitu við heilsu móður og barns í doktorsritgerð Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Það eru frekar líkur á eðlilegri meðgöngu og fæðingu sé konan í réttri þyngd. Best er þegar BMI-þyngdarstuðull er normal í upphafi meðgöngu. Það er bæði jákvætt fyrir barnið og móðurina. Kjörþyngd á meðgöngu getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun, háan blóðþrýsting og meðgöngusykursýki. Linn Marie hefur líka áhyggjur af breytingum á þyngd á milli fyrstu og annarrar meðgöngu. Oft þyngjast konur mikið á þeim tíma sem líður á milli og þá eru þær í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Ef kona fær meðgöngusykursýki er líkaminn ekki fær um að vinna með sykur í blóði eins og hann ætti að gera. Þá hækkar blóðsykurinn mikið hjá móðurinni og barnið vex of hratt. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn eru viðkvæmari fyrir ofþyngd síðar á ævinni. Rannsókn Linn Marie og samstarfsmanna hennar er byggð á upplýsingum um fyrstu og aðra meðgöngu 24.198 mæðra, fengnum úr læknaskýrslum í Noregi. Af þessum mæðrum voru 439 greindar með meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Á sama tíma geta þær konur sem eru of þungar á fyrstu meðgöngu en léttast eftir hana fengið heilsufarslegan ávinning áður en þær verða þungaðar að nýju. Sjáanlegur munur var á heilsunni á annarri meðgöngu ef konur höfðu létt sig.Huga þarf að mataræðinu á meðgöngu. Ekki er gott að þyngjast mikið.„Það bendir til þess að það sé hægt að gera eitthvað í málinu,“ segir Linn Marie. „Þetta á samt ekki við um að létta sig á meðgöngu. Við mælum ekki með að konur fari í stranga megrun á meðgöngu. Að sama skapi er ekki gott að þyngjast mikið á meðgöngu. Til eru alþjóðlegar ráðleggingar um það hversu mikið barnshafandi konur ættu að þyngjast á meðgöngu. Þær ætti að hafa þær til hliðsjónar en ekki skapa áhyggjur. Könnun sem birt var í British Medical Journal árið 2017 sýndi að konur sem fengu persónulega aðstoð varðandi næringu og líkamsrækt á meðgöngu þyngdust minna að meðaltali og upplifðu færri fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Konur eru almennt meðvitaðar um offituvandamál og vita hvað er hollt eða óhollt. Þekkingin er til staðar en við hegðum okkur ekki alltaf samkvæmt henni. Persónuleg aðstoð á meðgöngu um næringu og hreyfingu er ekki veitt í mæðravernd í Noregi. Linn telur að auka ætti þá fræðslu. Hún segir að ljósmæður verði að þora að ræða þessa hluti við verðandi mæður. „Mikilvægt er að huga að heilsu konunnar á meðgöngu og þar skiptir ofþyngd miklu máli. Góð lýðheilsa skiptir allt samfélagið máli og leggja þarf áherslu á forvörn, til dæmis hvetja meira til hreyfingar og hollrar fæðu.“ Þetta kemur fram í grein á vefnum forskning.no. Íslendingar er engu skárri en Norðmenn á þessu sviði. Ekki er vitað um nýlega könnun en íslensk rannsókn var birt í Læknablaðinu árið 2010 þar sem greint var frá áhyggjum vegna ofþyngdar kvenna á meðgöngu. Þar kom fram að offita hefði óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
Rannsókn sem gerð var í Noregi sýnir að of þungar konur fá oftar fylgikvilla á meðgöngu en þær sem eru í kjörþyngd. Þetta er vandamál sem ljósmæðrum er kunnugt um. Samkvæmt rannsókninni voru 35 prósent kvenna sem fæddu börn í Noregi árið 2018 of þung eða í yfirvigt. Linn Marie Sørbye ljósmóðir hefur rannsakað þyngd barnshafandi kvenna og tengsl offitu við heilsu móður og barns í doktorsritgerð Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Það eru frekar líkur á eðlilegri meðgöngu og fæðingu sé konan í réttri þyngd. Best er þegar BMI-þyngdarstuðull er normal í upphafi meðgöngu. Það er bæði jákvætt fyrir barnið og móðurina. Kjörþyngd á meðgöngu getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun, háan blóðþrýsting og meðgöngusykursýki. Linn Marie hefur líka áhyggjur af breytingum á þyngd á milli fyrstu og annarrar meðgöngu. Oft þyngjast konur mikið á þeim tíma sem líður á milli og þá eru þær í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Ef kona fær meðgöngusykursýki er líkaminn ekki fær um að vinna með sykur í blóði eins og hann ætti að gera. Þá hækkar blóðsykurinn mikið hjá móðurinni og barnið vex of hratt. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn eru viðkvæmari fyrir ofþyngd síðar á ævinni. Rannsókn Linn Marie og samstarfsmanna hennar er byggð á upplýsingum um fyrstu og aðra meðgöngu 24.198 mæðra, fengnum úr læknaskýrslum í Noregi. Af þessum mæðrum voru 439 greindar með meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Á sama tíma geta þær konur sem eru of þungar á fyrstu meðgöngu en léttast eftir hana fengið heilsufarslegan ávinning áður en þær verða þungaðar að nýju. Sjáanlegur munur var á heilsunni á annarri meðgöngu ef konur höfðu létt sig.Huga þarf að mataræðinu á meðgöngu. Ekki er gott að þyngjast mikið.„Það bendir til þess að það sé hægt að gera eitthvað í málinu,“ segir Linn Marie. „Þetta á samt ekki við um að létta sig á meðgöngu. Við mælum ekki með að konur fari í stranga megrun á meðgöngu. Að sama skapi er ekki gott að þyngjast mikið á meðgöngu. Til eru alþjóðlegar ráðleggingar um það hversu mikið barnshafandi konur ættu að þyngjast á meðgöngu. Þær ætti að hafa þær til hliðsjónar en ekki skapa áhyggjur. Könnun sem birt var í British Medical Journal árið 2017 sýndi að konur sem fengu persónulega aðstoð varðandi næringu og líkamsrækt á meðgöngu þyngdust minna að meðaltali og upplifðu færri fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Konur eru almennt meðvitaðar um offituvandamál og vita hvað er hollt eða óhollt. Þekkingin er til staðar en við hegðum okkur ekki alltaf samkvæmt henni. Persónuleg aðstoð á meðgöngu um næringu og hreyfingu er ekki veitt í mæðravernd í Noregi. Linn telur að auka ætti þá fræðslu. Hún segir að ljósmæður verði að þora að ræða þessa hluti við verðandi mæður. „Mikilvægt er að huga að heilsu konunnar á meðgöngu og þar skiptir ofþyngd miklu máli. Góð lýðheilsa skiptir allt samfélagið máli og leggja þarf áherslu á forvörn, til dæmis hvetja meira til hreyfingar og hollrar fæðu.“ Þetta kemur fram í grein á vefnum forskning.no. Íslendingar er engu skárri en Norðmenn á þessu sviði. Ekki er vitað um nýlega könnun en íslensk rannsókn var birt í Læknablaðinu árið 2010 þar sem greint var frá áhyggjum vegna ofþyngdar kvenna á meðgöngu. Þar kom fram að offita hefði óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira