Real Madrid endurheimti toppsætið með sigri á nýliðunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. september 2019 20:45 Rodrygo vísir/getty Real Madrid fékk nýliða Osasuna í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en bæði lið voru taplaus eftir fimm umferðir þegar kom að leiknum í kvöld. Brasilíska ungstirnið Vinicius Jr. kom Real Madrid yfir í fyrri hálfleik og annað brasilískt ungstirni gulltryggði sigurinn þar sem Rodrygo kom Real Madrid í 2-0 í síðari hálfleik. Thibaut Courtois og Eden Hazard þurftu að gera sér sæti á varamannabekknum að góðu í kvöld og komu ekkert við sögu. Sama gildir um Karim Benzema og þá var Gareth Bale fjarri góðu gamni vegna leikbanns. Real Madrid á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á nágranna sína í Atletico Madrid. Spænski boltinn
Real Madrid fékk nýliða Osasuna í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en bæði lið voru taplaus eftir fimm umferðir þegar kom að leiknum í kvöld. Brasilíska ungstirnið Vinicius Jr. kom Real Madrid yfir í fyrri hálfleik og annað brasilískt ungstirni gulltryggði sigurinn þar sem Rodrygo kom Real Madrid í 2-0 í síðari hálfleik. Thibaut Courtois og Eden Hazard þurftu að gera sér sæti á varamannabekknum að góðu í kvöld og komu ekkert við sögu. Sama gildir um Karim Benzema og þá var Gareth Bale fjarri góðu gamni vegna leikbanns. Real Madrid á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á nágranna sína í Atletico Madrid.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn