Lítur eineltismál hjá embætti ríkislögreglustjóra alvarlegum augum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. september 2019 10:36 Dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla að loknum fundi í morgun. vísir/einar árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00