Verja 250 milljónum í að vakta jökla og súrnun sjávar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2019 14:45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, (f.m.), Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, (t.v.) og Sigurður Guðjónson, forstjóri Hafró, (t.h.) skrifuðu undir samkomulagið. Vísir/Birgir Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Tilkynnt var um framlagið í tilefni af nýrri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf og freðhvolf jarðar í dag. Lýst er hvernig allir jöklar heims rýrna og yfirborð sjávar hækkar meira en áður var gert ráð fyrir í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var kynnt í dag. Þar er gert ráð fyrir að áfram herði á rýrnun jökla, sérstaklega á norðlægum slóðum. Varað er við því að hlýnun og súrnun sjávar skapi álag á vistkefi hafsins. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fylgjast þurfi vel með breytingunum og því hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ákveðið að auka við vöktun á hafi og jöklum í samstarfi við stofnanirnar tvær. Með samstarfssamningnum fær Hafrannsóknastofnun 35 milljónir króna í ár og síðan þrjátíu milljónir árlega til og með 2023, alls 155 milljónir króna, til þess að fylgjast með súrnun sjávar. Fénu verði varið til kaupa á tækjabúnaði til að efla vöktun sem þegar á sér stað á sýrustigi í hafi en einnig til að hefja vöktun á áhrifum súrnunar á botndýr. Niðurstöðunum verði skilað til alþjóðlegra stofnana og samvinnuverkefna sem Ísland tekur þátt í og þær einnig nýttar í vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.Tæpar hundrað milljónir í að fylgjast með jöklum Veðurstofan fær fimmtán milljónir króna til að vakta hörfandi jökla í ár og svo tuttugu og eina milljón árlega til og með 2023, samtals tæpar hundrað milljónir króna á tímabilinu. Fjármunirnir verða nýttir til þátttöku í alþjóðlegum vöktunarverkefnum og til að setja upp sérstaka jöklavefsjá sem birtir uppfærðar upplýsingar um jökla og breytingar á þeim. Þá stendur til að bæta reikninga um afkomu jökla á Íslandi og á það að gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Vinna á gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla. Fyrir hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, meðal annars vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Vöktunin á að styrkja áhættumat, almannavarnir, nýtingu auðlinda og vísindalega þekkingu. Í skýrslu IPCC kemur fram að hop jökla og bráðnun sífrera geri fjallahlíðar á háfjallasvæðum óstöðugri. Þá muni jaðarlón framan við jökla stækka og fjölga. Þannig megi búast við að skriðuföll og flóð eigi sér stað þar sem slíkt hefur ekki þekkst áður. Almannavarnir á Íslandi vöruðu þannig við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum í fyrra. Vísindamenn hafa fylgst með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár með tilliti til hættu á meiriháttar berghlaupi þar. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Tilkynnt var um framlagið í tilefni af nýrri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf og freðhvolf jarðar í dag. Lýst er hvernig allir jöklar heims rýrna og yfirborð sjávar hækkar meira en áður var gert ráð fyrir í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var kynnt í dag. Þar er gert ráð fyrir að áfram herði á rýrnun jökla, sérstaklega á norðlægum slóðum. Varað er við því að hlýnun og súrnun sjávar skapi álag á vistkefi hafsins. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fylgjast þurfi vel með breytingunum og því hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ákveðið að auka við vöktun á hafi og jöklum í samstarfi við stofnanirnar tvær. Með samstarfssamningnum fær Hafrannsóknastofnun 35 milljónir króna í ár og síðan þrjátíu milljónir árlega til og með 2023, alls 155 milljónir króna, til þess að fylgjast með súrnun sjávar. Fénu verði varið til kaupa á tækjabúnaði til að efla vöktun sem þegar á sér stað á sýrustigi í hafi en einnig til að hefja vöktun á áhrifum súrnunar á botndýr. Niðurstöðunum verði skilað til alþjóðlegra stofnana og samvinnuverkefna sem Ísland tekur þátt í og þær einnig nýttar í vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.Tæpar hundrað milljónir í að fylgjast með jöklum Veðurstofan fær fimmtán milljónir króna til að vakta hörfandi jökla í ár og svo tuttugu og eina milljón árlega til og með 2023, samtals tæpar hundrað milljónir króna á tímabilinu. Fjármunirnir verða nýttir til þátttöku í alþjóðlegum vöktunarverkefnum og til að setja upp sérstaka jöklavefsjá sem birtir uppfærðar upplýsingar um jökla og breytingar á þeim. Þá stendur til að bæta reikninga um afkomu jökla á Íslandi og á það að gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Vinna á gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla. Fyrir hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, meðal annars vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Vöktunin á að styrkja áhættumat, almannavarnir, nýtingu auðlinda og vísindalega þekkingu. Í skýrslu IPCC kemur fram að hop jökla og bráðnun sífrera geri fjallahlíðar á háfjallasvæðum óstöðugri. Þá muni jaðarlón framan við jökla stækka og fjölga. Þannig megi búast við að skriðuföll og flóð eigi sér stað þar sem slíkt hefur ekki þekkst áður. Almannavarnir á Íslandi vöruðu þannig við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum í fyrra. Vísindamenn hafa fylgst með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár með tilliti til hættu á meiriháttar berghlaupi þar.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00
Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent