Verja 250 milljónum í að vakta jökla og súrnun sjávar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2019 14:45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, (f.m.), Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, (t.v.) og Sigurður Guðjónson, forstjóri Hafró, (t.h.) skrifuðu undir samkomulagið. Vísir/Birgir Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Tilkynnt var um framlagið í tilefni af nýrri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf og freðhvolf jarðar í dag. Lýst er hvernig allir jöklar heims rýrna og yfirborð sjávar hækkar meira en áður var gert ráð fyrir í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var kynnt í dag. Þar er gert ráð fyrir að áfram herði á rýrnun jökla, sérstaklega á norðlægum slóðum. Varað er við því að hlýnun og súrnun sjávar skapi álag á vistkefi hafsins. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fylgjast þurfi vel með breytingunum og því hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ákveðið að auka við vöktun á hafi og jöklum í samstarfi við stofnanirnar tvær. Með samstarfssamningnum fær Hafrannsóknastofnun 35 milljónir króna í ár og síðan þrjátíu milljónir árlega til og með 2023, alls 155 milljónir króna, til þess að fylgjast með súrnun sjávar. Fénu verði varið til kaupa á tækjabúnaði til að efla vöktun sem þegar á sér stað á sýrustigi í hafi en einnig til að hefja vöktun á áhrifum súrnunar á botndýr. Niðurstöðunum verði skilað til alþjóðlegra stofnana og samvinnuverkefna sem Ísland tekur þátt í og þær einnig nýttar í vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.Tæpar hundrað milljónir í að fylgjast með jöklum Veðurstofan fær fimmtán milljónir króna til að vakta hörfandi jökla í ár og svo tuttugu og eina milljón árlega til og með 2023, samtals tæpar hundrað milljónir króna á tímabilinu. Fjármunirnir verða nýttir til þátttöku í alþjóðlegum vöktunarverkefnum og til að setja upp sérstaka jöklavefsjá sem birtir uppfærðar upplýsingar um jökla og breytingar á þeim. Þá stendur til að bæta reikninga um afkomu jökla á Íslandi og á það að gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Vinna á gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla. Fyrir hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, meðal annars vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Vöktunin á að styrkja áhættumat, almannavarnir, nýtingu auðlinda og vísindalega þekkingu. Í skýrslu IPCC kemur fram að hop jökla og bráðnun sífrera geri fjallahlíðar á háfjallasvæðum óstöðugri. Þá muni jaðarlón framan við jökla stækka og fjölga. Þannig megi búast við að skriðuföll og flóð eigi sér stað þar sem slíkt hefur ekki þekkst áður. Almannavarnir á Íslandi vöruðu þannig við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum í fyrra. Vísindamenn hafa fylgst með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár með tilliti til hættu á meiriháttar berghlaupi þar. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Tilkynnt var um framlagið í tilefni af nýrri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf og freðhvolf jarðar í dag. Lýst er hvernig allir jöklar heims rýrna og yfirborð sjávar hækkar meira en áður var gert ráð fyrir í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var kynnt í dag. Þar er gert ráð fyrir að áfram herði á rýrnun jökla, sérstaklega á norðlægum slóðum. Varað er við því að hlýnun og súrnun sjávar skapi álag á vistkefi hafsins. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fylgjast þurfi vel með breytingunum og því hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ákveðið að auka við vöktun á hafi og jöklum í samstarfi við stofnanirnar tvær. Með samstarfssamningnum fær Hafrannsóknastofnun 35 milljónir króna í ár og síðan þrjátíu milljónir árlega til og með 2023, alls 155 milljónir króna, til þess að fylgjast með súrnun sjávar. Fénu verði varið til kaupa á tækjabúnaði til að efla vöktun sem þegar á sér stað á sýrustigi í hafi en einnig til að hefja vöktun á áhrifum súrnunar á botndýr. Niðurstöðunum verði skilað til alþjóðlegra stofnana og samvinnuverkefna sem Ísland tekur þátt í og þær einnig nýttar í vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.Tæpar hundrað milljónir í að fylgjast með jöklum Veðurstofan fær fimmtán milljónir króna til að vakta hörfandi jökla í ár og svo tuttugu og eina milljón árlega til og með 2023, samtals tæpar hundrað milljónir króna á tímabilinu. Fjármunirnir verða nýttir til þátttöku í alþjóðlegum vöktunarverkefnum og til að setja upp sérstaka jöklavefsjá sem birtir uppfærðar upplýsingar um jökla og breytingar á þeim. Þá stendur til að bæta reikninga um afkomu jökla á Íslandi og á það að gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Vinna á gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla. Fyrir hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, meðal annars vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Vöktunin á að styrkja áhættumat, almannavarnir, nýtingu auðlinda og vísindalega þekkingu. Í skýrslu IPCC kemur fram að hop jökla og bráðnun sífrera geri fjallahlíðar á háfjallasvæðum óstöðugri. Þá muni jaðarlón framan við jökla stækka og fjölga. Þannig megi búast við að skriðuföll og flóð eigi sér stað þar sem slíkt hefur ekki þekkst áður. Almannavarnir á Íslandi vöruðu þannig við ferðum á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum í fyrra. Vísindamenn hafa fylgst með sprungum sem hafa myndast í Svínafellsheiði undanfarin ár með tilliti til hættu á meiriháttar berghlaupi þar.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00
Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“