Getum haft áhrif á hversu hratt og mikið sjávarmál hækkar Birgir Olgeirsson skrifar 25. september 2019 21:00 Sjávarstöðubreytingar eru komnar til að vera en spurningin er hversu mikið tekst að draga úr þeim. Vísir/Vilhelm Allir jöklar eru að bráðna og yfirborð sjávar mun hækka meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga á höf og jökla. Umhverfisráðherra ætlar að verja 250 milljónum króna í vöktun á súrnun sjávar og á jöklum. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er ekki hvort heldur hversu mikið yfirborð sjávar mun hækka á næstu áratugum? Með samstilltum aðgerðum væri hægt að draga verulega úr þeirri hækkun.Getum haft áhrif „Sjávarstöðubreytingar eru eitthvað sem munu verða með okkur næstu aldir, það mun gerast jafnvel þó við drögum úr losun núna, en við getum hins vegar haft áhrif á hversu mikið mun hækka og hversu hratt,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands, um skýrsluna.Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna.VísirÁhrifum þeirrar einnar gráðu hlýnunar sem orðið hafa á jörðinni frá upphafi iðnbyltingarinnar á höfin, jökla og snjóþekju er lýst í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birtist í dag.Þrenns konar áhrif á Íslandi Helstu áhrif á Ísland má skipta í þrennt; áhrifin á jökla og íshvelin sem bráðna hraðar en áður, breytingar á vistkerfi sjávar og áhrif þessa á sjávarstöðubreytingar. Fyrirhugaðar eru breytingar á náttúruvá hér á landi sem stafa af hopi jökla og þiðnun sífreris sem veldur skriðuhættu.Fiskveiðistjórnun mikilvæg Í skýrslunni er komið inn á áhrif þessarar þróunar á fiskistofna en nú þegar hefur loðnustofninn hopað og makríll gengið inn á svæði við Ísland.Er bent á mikilvægi fiskveiðistjornunarkerfis í skýrslunni.vísir/stefán„En að öðru leyti er minnst á í skýrslunni um mikilvægi öflugrar fiskveiðistjórnar. Við höfum á Íslandi haft öfluga fiskveiðistjórnun og mikilvægt að við höldum því áfram þannig að við getum stýrt álagi á stofna í samræmi við breytingar í umhverfisþáttum.“Hægt að koma í veg fyrir verstu framtíðarsýnina Draga þarf hratt úr losun til að koma í veg fyrir verstu framtíðarsýnina og bæta strandvarnir og fráveitur fyrir aftakaflóð.Hér má sjá hnattræna sjávarstöðubreytingu á þessari öld, annars vegar ef ekki er dregið úr losun og hins vegar ef dregið er úr losun.„Það er mjög mikilvægt að skipulagsyfirvöld verði mjög vel á verði af því að sjávarstöðuhækkun, þó hún kunni að verða minni hér en annars staðar, þá er ákveðin óvissa. Og hún verður alltaf að lokum þó nokkur því þegar jöklar og stóru íshvelin eru komin af stað þá mun það taka þau mjög langan tíma að hætta að hækka sjávarstöðu,“ segir Halldór.Mikilvægt framlag Íslands Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Ráðherra segir verkefnið geta gefið mikilvægar upplýsingar. „Til þess að nota hér heima við aðlögun á þeim breytingum sem eru að verða. En eru líka mikilvægt framlag Íslands á alþjóða vettvangi til að auka þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Þá mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynna niðurstöðu skýrslunnar á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna klukkan níu að íslenskum tíma í New York í kvöld. Loftslagsmál Sjávarútvegur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Verja 250 milljónum í að vakta jökla og súrnun sjávar Hafrannsóknstofnun og Veðurstofan fá fjárveitung til að fylgjast betur með súrnun sjávar og hörfandi jöklum fram til ársins 2023. 25. september 2019 14:45 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Allir jöklar eru að bráðna og yfirborð sjávar mun hækka meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga á höf og jökla. Umhverfisráðherra ætlar að verja 250 milljónum króna í vöktun á súrnun sjávar og á jöklum. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er ekki hvort heldur hversu mikið yfirborð sjávar mun hækka á næstu áratugum? Með samstilltum aðgerðum væri hægt að draga verulega úr þeirri hækkun.Getum haft áhrif „Sjávarstöðubreytingar eru eitthvað sem munu verða með okkur næstu aldir, það mun gerast jafnvel þó við drögum úr losun núna, en við getum hins vegar haft áhrif á hversu mikið mun hækka og hversu hratt,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands, um skýrsluna.Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna.VísirÁhrifum þeirrar einnar gráðu hlýnunar sem orðið hafa á jörðinni frá upphafi iðnbyltingarinnar á höfin, jökla og snjóþekju er lýst í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birtist í dag.Þrenns konar áhrif á Íslandi Helstu áhrif á Ísland má skipta í þrennt; áhrifin á jökla og íshvelin sem bráðna hraðar en áður, breytingar á vistkerfi sjávar og áhrif þessa á sjávarstöðubreytingar. Fyrirhugaðar eru breytingar á náttúruvá hér á landi sem stafa af hopi jökla og þiðnun sífreris sem veldur skriðuhættu.Fiskveiðistjórnun mikilvæg Í skýrslunni er komið inn á áhrif þessarar þróunar á fiskistofna en nú þegar hefur loðnustofninn hopað og makríll gengið inn á svæði við Ísland.Er bent á mikilvægi fiskveiðistjornunarkerfis í skýrslunni.vísir/stefán„En að öðru leyti er minnst á í skýrslunni um mikilvægi öflugrar fiskveiðistjórnar. Við höfum á Íslandi haft öfluga fiskveiðistjórnun og mikilvægt að við höldum því áfram þannig að við getum stýrt álagi á stofna í samræmi við breytingar í umhverfisþáttum.“Hægt að koma í veg fyrir verstu framtíðarsýnina Draga þarf hratt úr losun til að koma í veg fyrir verstu framtíðarsýnina og bæta strandvarnir og fráveitur fyrir aftakaflóð.Hér má sjá hnattræna sjávarstöðubreytingu á þessari öld, annars vegar ef ekki er dregið úr losun og hins vegar ef dregið er úr losun.„Það er mjög mikilvægt að skipulagsyfirvöld verði mjög vel á verði af því að sjávarstöðuhækkun, þó hún kunni að verða minni hér en annars staðar, þá er ákveðin óvissa. Og hún verður alltaf að lokum þó nokkur því þegar jöklar og stóru íshvelin eru komin af stað þá mun það taka þau mjög langan tíma að hætta að hækka sjávarstöðu,“ segir Halldór.Mikilvægt framlag Íslands Umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands í dag sem færir stofnununum rúmar 250 milljónir króna til að efla vöktun á hopandi jöklum og súrnun sjávar næstu fimm árin. Ráðherra segir verkefnið geta gefið mikilvægar upplýsingar. „Til þess að nota hér heima við aðlögun á þeim breytingum sem eru að verða. En eru líka mikilvægt framlag Íslands á alþjóða vettvangi til að auka þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Þá mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynna niðurstöðu skýrslunnar á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna klukkan níu að íslenskum tíma í New York í kvöld.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Verja 250 milljónum í að vakta jökla og súrnun sjávar Hafrannsóknstofnun og Veðurstofan fá fjárveitung til að fylgjast betur með súrnun sjávar og hörfandi jöklum fram til ársins 2023. 25. september 2019 14:45 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Verja 250 milljónum í að vakta jökla og súrnun sjávar Hafrannsóknstofnun og Veðurstofan fá fjárveitung til að fylgjast betur með súrnun sjávar og hörfandi jöklum fram til ársins 2023. 25. september 2019 14:45
Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00