Ákærður fyrir að hafa hótað starfsmanni TR: „Ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2019 20:45 Lögregla fann einnig haglaskot í náttborðsskúffu á heimili mannsins. Vísir/Sigurjón. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira