Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2019 21:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri: "Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta." Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20