Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 23:30 Móttakan var haldin í New York. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. Í gamla daga hafi slíkir menn fengið aðra meðferð í dag.Þetta kemur fram í frétt New York Timessem byggð er á minnispunktum um hvað Trump sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs starfsmanna fastanefndarinnar í morgun. Í ávarpi sínu minntist Trump ítrekað á uppljóstrarann sem kvartaði undan því að Trump hafi beðið forseta Úkraíunu að hefja rannsókn gegn Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans Hunter Biden.Allt er í háalofti í bandarískum stjórnmálum vegna málsins. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump vegna málsins. Kvörtunin sem lögð var fram, og var gerð opinber í dag, þykir sláandi og hefur hún vakið mikla athygli og sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, að hún væri skýrasta dæmið um að Trump hafi virt embættiseið sinn að vettugi.Sumum var brugðið, aðrir hlógu Ef marka má ummæli Trump virðist hann vera allt annað en sáttur við þann sem veitti uppljóstraranum upplýsingar um símtalið, en uppljóstrarinn var ekki viðstaddur þegar símtalið fór fram. Trump gerði einmitt lítið úr honum vegna þess, og sagði fréttaflutning af málinu vera „brenglaðan“. „Ég vil fá að vita hver það er sem gaf uppljóstraranum þessar upplýsingar vegna þess að sá hinn sami er ansi nálægt því að vera njósnari,“ sagði Trump og hélt áfram. „Þið vitið hvað var gert við njósnara í gamla þegar við vorum aðeins klárari þegar kom að njósnum og landráðum?“ Við gerðum hlutina aðeins öðruvísi en við gerum í dag,“ sagði Trump. Samkvæmt uppljóstraranum fékk hann upplýsingarnar sem um ræðir frá nokkrum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Um 50 starfsmen fastanefndarinnar og fjölskyldur þeirra voru viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla. Í frétt Times segir að sumum hafi brugðið við ummælin, en aðrir hafi hlegið. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Kelly Knight Craft, var viðstödd. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. Í gamla daga hafi slíkir menn fengið aðra meðferð í dag.Þetta kemur fram í frétt New York Timessem byggð er á minnispunktum um hvað Trump sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs starfsmanna fastanefndarinnar í morgun. Í ávarpi sínu minntist Trump ítrekað á uppljóstrarann sem kvartaði undan því að Trump hafi beðið forseta Úkraíunu að hefja rannsókn gegn Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans Hunter Biden.Allt er í háalofti í bandarískum stjórnmálum vegna málsins. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump vegna málsins. Kvörtunin sem lögð var fram, og var gerð opinber í dag, þykir sláandi og hefur hún vakið mikla athygli og sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, að hún væri skýrasta dæmið um að Trump hafi virt embættiseið sinn að vettugi.Sumum var brugðið, aðrir hlógu Ef marka má ummæli Trump virðist hann vera allt annað en sáttur við þann sem veitti uppljóstraranum upplýsingar um símtalið, en uppljóstrarinn var ekki viðstaddur þegar símtalið fór fram. Trump gerði einmitt lítið úr honum vegna þess, og sagði fréttaflutning af málinu vera „brenglaðan“. „Ég vil fá að vita hver það er sem gaf uppljóstraranum þessar upplýsingar vegna þess að sá hinn sami er ansi nálægt því að vera njósnari,“ sagði Trump og hélt áfram. „Þið vitið hvað var gert við njósnara í gamla þegar við vorum aðeins klárari þegar kom að njósnum og landráðum?“ Við gerðum hlutina aðeins öðruvísi en við gerum í dag,“ sagði Trump. Samkvæmt uppljóstraranum fékk hann upplýsingarnar sem um ræðir frá nokkrum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Um 50 starfsmen fastanefndarinnar og fjölskyldur þeirra voru viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla. Í frétt Times segir að sumum hafi brugðið við ummælin, en aðrir hafi hlegið. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Kelly Knight Craft, var viðstödd.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21