Lögreglan handtók í nótt tvo ölvaða menn í Austurstræti. Mennirnir eru grunaðir um þjófnað og fjársvik en þeir munu hafa verið að reyna að koma fölsuðum peningum í umferð.
Fyrir vikið fengu þeir að gista fangageymslur í nótt og fer mál þeirra í rannsókn.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
