Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2019 09:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Þingmaðurinn segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi gleymt málunum og ekki sýnt þeim áhuga. Katrín sagði frá því á Alþingi í gær að í dag hyggist hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um heimild til greiðslu skaðabóta. Það frumvarp komi svo til kasta þingsins. Sagði Katrín að það hefði alltaf legið fyrir að málið myndi koma inn í þingsal, meðal annars vegna þess að afkomendur þeirra sem sýknaðir voru en eru látnir eiga ekki sama lögvarða rétt til bóta og aðrir aðilar málsins. Þá var hart sótt að Katrínu á þingi vegna greinargerðar ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar en í ljós kom að forsætisráðherra hafði ekki lesið greinargerðina. Í viðtali við RÚV í gærkvöldi viðurkenndi hún að það hefðu verið mistök.Líst illa á þá hugmynd að Alþingi fari að samþykkja fjárhæð bóta Helga Vala setur spurningamerki við þá aðferðafræði að málið komi til kasta Alþingis nú. „Eina sem manni sýnist vera um að ræða er að hún er að leggja fram frumvarp sem inniheldur þá einhverja fjárhæð bóta. Hún þarf ekki að sækja heimild til Alþingis til þess að greiða út bætur. Sú heimild er til staðar þannig að hún hlýtur þá að vera að reyna að fá Alþingi til þess að samþykkja fjárhæðina. Ég verð að segja að mér líst mjög illa á þá hugmynd,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Þá veltir hún því fyrir sér hvort forsætisáðherra ætlist nú til þess að þingmenn fari að keppa um það á þingi og í ræðustól hver býður hæstu eða lægstu bótafjárhæðina. „Ég skil ekki alveg hvert þetta er að fara. En við auðvitað höfum ekkert séð og ég var aðeins að spyrja stjórnarliða í gær og það hafði bara enginn heyrt um þetta. Það vissi enginn hvað þetta var. Svo talaði ég líka við kollega í lögmannastéttinni og þar var fólk líka hálfundrandi. Þannig að þetta er einhver nýsköpun,“ segir Helga Vala. Hún bendir jafnframt á að það sé heimild í lögum til greiðslu bóta og ef forsætisráðherra er að leita eftir fjárheimild þá að afgreið slíkt inni í fjárlögum.En telurðu að forsætisráðherra og ríkisstjórnin séu einfaldlega komin í bullandi vandræði með þetta mál? „Já, hún er það. Það virðist vera sem hún hafi bara gleymt þessu máli og ekki sýnt því áhuga, til dæmis með því að kíkja ekki á greinargerð ríkislögmanns. Þetta er bara þess háttar mál að maður þarf að vera vakandi fyrir því og það má ekki fara að klúðra þessu á lokametrunum. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í þessu og ekki sinnt þessu nógu vel. Hún hefur hvorki sinnt því nógu vel að það sé sátt um sáttanefndina né sinnt því að fylgja þessu eftir.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. Þingmaðurinn segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi gleymt málunum og ekki sýnt þeim áhuga. Katrín sagði frá því á Alþingi í gær að í dag hyggist hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um heimild til greiðslu skaðabóta. Það frumvarp komi svo til kasta þingsins. Sagði Katrín að það hefði alltaf legið fyrir að málið myndi koma inn í þingsal, meðal annars vegna þess að afkomendur þeirra sem sýknaðir voru en eru látnir eiga ekki sama lögvarða rétt til bóta og aðrir aðilar málsins. Þá var hart sótt að Katrínu á þingi vegna greinargerðar ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar en í ljós kom að forsætisráðherra hafði ekki lesið greinargerðina. Í viðtali við RÚV í gærkvöldi viðurkenndi hún að það hefðu verið mistök.Líst illa á þá hugmynd að Alþingi fari að samþykkja fjárhæð bóta Helga Vala setur spurningamerki við þá aðferðafræði að málið komi til kasta Alþingis nú. „Eina sem manni sýnist vera um að ræða er að hún er að leggja fram frumvarp sem inniheldur þá einhverja fjárhæð bóta. Hún þarf ekki að sækja heimild til Alþingis til þess að greiða út bætur. Sú heimild er til staðar þannig að hún hlýtur þá að vera að reyna að fá Alþingi til þess að samþykkja fjárhæðina. Ég verð að segja að mér líst mjög illa á þá hugmynd,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Þá veltir hún því fyrir sér hvort forsætisáðherra ætlist nú til þess að þingmenn fari að keppa um það á þingi og í ræðustól hver býður hæstu eða lægstu bótafjárhæðina. „Ég skil ekki alveg hvert þetta er að fara. En við auðvitað höfum ekkert séð og ég var aðeins að spyrja stjórnarliða í gær og það hafði bara enginn heyrt um þetta. Það vissi enginn hvað þetta var. Svo talaði ég líka við kollega í lögmannastéttinni og þar var fólk líka hálfundrandi. Þannig að þetta er einhver nýsköpun,“ segir Helga Vala. Hún bendir jafnframt á að það sé heimild í lögum til greiðslu bóta og ef forsætisráðherra er að leita eftir fjárheimild þá að afgreið slíkt inni í fjárlögum.En telurðu að forsætisráðherra og ríkisstjórnin séu einfaldlega komin í bullandi vandræði með þetta mál? „Já, hún er það. Það virðist vera sem hún hafi bara gleymt þessu máli og ekki sýnt því áhuga, til dæmis með því að kíkja ekki á greinargerð ríkislögmanns. Þetta er bara þess háttar mál að maður þarf að vera vakandi fyrir því og það má ekki fara að klúðra þessu á lokametrunum. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í þessu og ekki sinnt þessu nógu vel. Hún hefur hvorki sinnt því nógu vel að það sé sátt um sáttanefndina né sinnt því að fylgja þessu eftir.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39