Hjón frá Austfjörðum unnu 42 milljónir króna í lottóútdrætti síðasta laugardag. Í tilkynningu segir að maðurinn hafi vitjað vinningsins á skrifstofu Íslenskrar getspár fyrr í vikunni.
Hjónin voru ein með allar tölurnar réttar og sátu því ein að fjórföldum pottinum.
Haft er eftir vinningshafanum að vinningurinn hafi verið frábær brúðkaupsgjöf en þau hjónin héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmæli um liðna helgi.
Miðann góða höfðu þau keypt í Olís-stöðinni á Reyðarfirði, þar sem þau höfðu fengið sér pylsu ásamt því að kaupa miða, að því er segir í tilkynningunni.
Hjón á Austfjörðum lönduðu 42 milljón króna vinningi
Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa
