Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 19:30 Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins Árborg Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins
Árborg Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira