Hetfield er 56 ára gamall og hefur lengi glímt við áfengissýki og fíkn.Vísir/EPA
James Hetfield, söngvari og gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Metallicu, er á leið í fíknimeðferð. Hljómsveitin hefur því aflýst fyrirhuguðu tónleikaferðalagi í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist á Instagram-síðu Metallicu segjast félagar Hetfield „miður sín“ yfir ákvörðuninni um að hætta við tónleikana í Eyjaálfu. Þeir ætli sér að fara þangað um leið og heilsa og dagskrá hljómsveitarinnar leyfir.
Hetfield hefur lengi glímt við fíkn og áfengissýki. Eftir að heimildarmyndin „Einhvers konar skrýmsli“ þar sem meðal annars var fjallað um vandamál söngvarins kom út árið 2004 fór hann í meðferð. Í viðtali fyrir tveimur árum sagðist hann þó hafa verið edrú í fimmtán ár, að því er segir í Rolling Stone.