Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 20:00 Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira