Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Þorlákur Helgi Helgason skrifar 10. september 2019 07:00 Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? Við höfum beitt okkur fyrir því að skólar geti stuðst við Olweusaráætlunina gegn einelti. Hún er byggð á áratuga reynslu á Íslandi allt frá því að við hófum innleiðingu hennar árið 2002. Mikil þekking hefur safnast fyrir í þeim skólum sem fylgja áætluninni. Og reyndar hefur þekkingin og færnin flust milli skóla með starfsfólki sem hefur verið þátttakendur í áætluninni. Frá byrjun hafa um eitt hundrað skólar innleitt Olweusaráætlunina að hluta eða í heild. Einelti teygir anga sína um allt samfélag okkar. Einnig til skólanna. Sérhver skóli á að styðjast við eineltisáætlun. Það er nauðsynlegt að rækta starfið gegn einelti alla daga með öllum ráðum sem eru talin bera árangur. Við vitum hvað það er sem skiptir mestu máli – ef verið er að tryggja nemendum öryggi og vellíðan. Langvarandi slæmt einelti hefur afgerandi áhrif á börn og unglinga. Það eltir viðkomandi um ókomin ár ef það tekur sér bólfestu í sálinni. Sá sem beitir sér fyrir því að barn sé lagt í einelti veit innst inni að það skaðar þann sem verður fyrir. Olweusaráætlunin nær til allra þátta skólastarfs. Er hluti af heild þar sem þátttakendur eru börnin í skólanum, starfsfólks skólans, foreldrar – og teygir anga sína um allt skólasamfélagið. Við viljum nefnilega að sömu reglur gildi í félags- og tómstundastarfi og eru í skólanum. Olweusaráætlunin er eins konar umgjörð um nemandann. Barninu á að líða vel í skólanum og við viljum beita áhrifaríkustu aðferðum til að svo megi verða. Í upphafi skólaárs er fyrir mestu að skólasamfélagið sameinist um að efla velferð nemandans. Við viljum vera með á þeirri velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? Við höfum beitt okkur fyrir því að skólar geti stuðst við Olweusaráætlunina gegn einelti. Hún er byggð á áratuga reynslu á Íslandi allt frá því að við hófum innleiðingu hennar árið 2002. Mikil þekking hefur safnast fyrir í þeim skólum sem fylgja áætluninni. Og reyndar hefur þekkingin og færnin flust milli skóla með starfsfólki sem hefur verið þátttakendur í áætluninni. Frá byrjun hafa um eitt hundrað skólar innleitt Olweusaráætlunina að hluta eða í heild. Einelti teygir anga sína um allt samfélag okkar. Einnig til skólanna. Sérhver skóli á að styðjast við eineltisáætlun. Það er nauðsynlegt að rækta starfið gegn einelti alla daga með öllum ráðum sem eru talin bera árangur. Við vitum hvað það er sem skiptir mestu máli – ef verið er að tryggja nemendum öryggi og vellíðan. Langvarandi slæmt einelti hefur afgerandi áhrif á börn og unglinga. Það eltir viðkomandi um ókomin ár ef það tekur sér bólfestu í sálinni. Sá sem beitir sér fyrir því að barn sé lagt í einelti veit innst inni að það skaðar þann sem verður fyrir. Olweusaráætlunin nær til allra þátta skólastarfs. Er hluti af heild þar sem þátttakendur eru börnin í skólanum, starfsfólks skólans, foreldrar – og teygir anga sína um allt skólasamfélagið. Við viljum nefnilega að sömu reglur gildi í félags- og tómstundastarfi og eru í skólanum. Olweusaráætlunin er eins konar umgjörð um nemandann. Barninu á að líða vel í skólanum og við viljum beita áhrifaríkustu aðferðum til að svo megi verða. Í upphafi skólaárs er fyrir mestu að skólasamfélagið sameinist um að efla velferð nemandans. Við viljum vera með á þeirri velferð.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar