Ræddum aldrei að draga liðið úr leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2019 10:30 Þórsarar fagna hér deildarmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum síðasta vor þegar sætið í efstu deild var tryggt. Mynd/Páll Jóhannesson „Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
„Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira