Framtíðarskólar í mótun Skúli Helgason skrifar 11. september 2019 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi. Þar verður byggt á kostum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur, sem fléttar saman formlegt og óformlegt nám, með sterkri áherslu á hæfniþættina fimm í forgangi stefnunnar: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði. Hreyft hefur verið hugmyndum um að nýju skólarnir í Vogabyggð og jafnvel Skerjafirði verði samþættir leik- og grunnskólar með frístundastarfi fyrir annars vegar 1-9 ára börn og hins vegar nemendur á aldrinum 10-15 ára með fjölbreyttu vali, félagsstarfi og viðfangsefnum sem hæfa styrkleikum og áhuga hvers og eins. Framtíðarskólinn getur orðið öflug eining sem nýtir styrkleika leikskóla, grunnskóla og frístundar. Styrkur leikskólans hefur m.a. legið í frjálsa leiknum og sveigjanleika. Leikskólastarf í borginni er á heimsmælikvarða og 95% foreldra eru ánægð með starfið sem þar fer fram samkvæmt nýjustu mælingum. Styrkur frístundaheimila hefur verið að bjóða yngstu grunnskólabörnunum upp á óformlegt nám í hvetjandi umhverfi þar sem frumkvæði og sköpunargleði ráða för. Félagsmiðstöðvarnar hafa byggt á sams konar styrkleikum fyrir eldri börn og ungmenni ekki síst með áherslu á að byggja upp félagsfærni og sjálfstraust. Styrkur grunnskólans liggurekki síst í fjölda fagmenntaðs starfsfólks og markvissri vinnu á ólíkum námssviðum. Til dæmis er mikil fagþekking í grunnskólum á máli og læsi sem mikilvægt er að nýta sem best m.a. í þágu barna með annað móðurmál en íslensku. Ný samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara óháð skólastigi skapa tækifæri fyrir aukið samstarf leik- og grunnskólakennara sem við hljótum að skoða vandlega í góðu samstarfi við samtök kennara. Framsækinn skóli sem fléttar saman það besta úr menningu leikskóla, grunnskóla og frístundar er spennandi hugmynd sem við viljum þróa áfram í samtali við menntasamfélagið nú þegar við leggjum grunn að framtíðinni í nýjum og eldri hverfum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi. Þar verður byggt á kostum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur, sem fléttar saman formlegt og óformlegt nám, með sterkri áherslu á hæfniþættina fimm í forgangi stefnunnar: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði. Hreyft hefur verið hugmyndum um að nýju skólarnir í Vogabyggð og jafnvel Skerjafirði verði samþættir leik- og grunnskólar með frístundastarfi fyrir annars vegar 1-9 ára börn og hins vegar nemendur á aldrinum 10-15 ára með fjölbreyttu vali, félagsstarfi og viðfangsefnum sem hæfa styrkleikum og áhuga hvers og eins. Framtíðarskólinn getur orðið öflug eining sem nýtir styrkleika leikskóla, grunnskóla og frístundar. Styrkur leikskólans hefur m.a. legið í frjálsa leiknum og sveigjanleika. Leikskólastarf í borginni er á heimsmælikvarða og 95% foreldra eru ánægð með starfið sem þar fer fram samkvæmt nýjustu mælingum. Styrkur frístundaheimila hefur verið að bjóða yngstu grunnskólabörnunum upp á óformlegt nám í hvetjandi umhverfi þar sem frumkvæði og sköpunargleði ráða för. Félagsmiðstöðvarnar hafa byggt á sams konar styrkleikum fyrir eldri börn og ungmenni ekki síst með áherslu á að byggja upp félagsfærni og sjálfstraust. Styrkur grunnskólans liggurekki síst í fjölda fagmenntaðs starfsfólks og markvissri vinnu á ólíkum námssviðum. Til dæmis er mikil fagþekking í grunnskólum á máli og læsi sem mikilvægt er að nýta sem best m.a. í þágu barna með annað móðurmál en íslensku. Ný samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara óháð skólastigi skapa tækifæri fyrir aukið samstarf leik- og grunnskólakennara sem við hljótum að skoða vandlega í góðu samstarfi við samtök kennara. Framsækinn skóli sem fléttar saman það besta úr menningu leikskóla, grunnskóla og frístundar er spennandi hugmynd sem við viljum þróa áfram í samtali við menntasamfélagið nú þegar við leggjum grunn að framtíðinni í nýjum og eldri hverfum borgarinnar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun