Eigendastefna ríkisins Baldur Thorlacius skrifar 11. september 2019 07:00 Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigendastefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignarhald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar röksemdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauðsynlegt að eiga til þess að geta uppfyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með viðskiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmiðið er að hámarka verðmæti eignarhlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjárfesta. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-flugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bankinn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og önnur sértilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignarhald auk þess sem eignaraðild ríkisins er réttlætt með vísan til nauðsynjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkisins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru tilgreind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni tilgreindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná markmiðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum markmiðum með eignarhaldi í einhverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera flókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstaðan, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigendastefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignarhald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar röksemdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauðsynlegt að eiga til þess að geta uppfyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með viðskiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmiðið er að hámarka verðmæti eignarhlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjárfesta. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-flugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bankinn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og önnur sértilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignarhald auk þess sem eignaraðild ríkisins er réttlætt með vísan til nauðsynjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkisins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru tilgreind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni tilgreindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná markmiðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum markmiðum með eignarhaldi í einhverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera flókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstaðan, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrirtækjum.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar