Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 10:56 Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Vísir/EPA Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum. Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum.
Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30
Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00