2.500 á lista týndra á Bahama Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 17:34 Dorian lék íbúa eyjanna Grand Bahama og Abaco sérstaklega illa. AP/Ramon Espinosa Ríkisstjórn Bahama-eyja segir 2.500 manns á lista þeirra sem saknað er eftir að fellibylurinn Dorian fór yfir eyjarnar. Ekki er þó búið að bera listann saman við nöfn þeirra sem hafa verið fluttir af eyjunum eða halda til í neyðarskýlum og því þykir víst að fækka muni á listanum og það mikið. Minnst 50 eru látnir og er búist við því þeim muni fjölga en björgunaraðilar eru enn að leita í rústum húsa og braki sem liggur á víð og dreif um eyjarnar. Dorian lék íbúa eyjanna Grand Bahama og Abaco sérstaklega illa. Þegar fellibylurinn náði landi jafnaði hann mesta vindstyrk sem mælst hefur í fellibyl sem náð hefur landi. Rafmagni hefur að mestu verið komið á aftur á Grand Bahama en samkvæmt AP fréttaveitunni eru dreifikerfi við og í borginni Marsh Harbour á Abaco gerónýt.Tugir þúsunda þurfa enn á aðstoða að halda og á umfangsmikið hjálparstarf sér stað á Bahama. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn eyjanna gert það ljóst að ferðamenn eru enn velkomnir á flestar eyjur eyjaklasans. Í raun sé mikil þörf á þeim. Ferðaþjónusta er mikilvægur liður í tekjuöflun íbúa og ríkisstjórnar eyjanna og ljóst er að endurbygging á Grand Bahama og Abaco mun taka langan tíma og verða verulega kostnaðarsöm. Ellison Thompson, aðstoðarferðamálaráðherra, sagði Washington Post að ferðamenn væru þegar byrjaðir að afpanta ferðir og það gæti haft veruleg áhrif á efnahag eyjanna. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00 Dagbjartur kemur að endurreisn samfélags á Bahamaeyjum Við vinnum þetta allt í sameiningu, það skiptir okkur engu máli hvaða nafn er á skyrtunni ef svo mætti segja. Þegar kemur að þessu eru allir bara í sama liði og menn sem eru að vinna á svipuðu sviði eru bara að hjálpast að og styðja við hvorn annan, segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, viðbragðsaðili á vegum NetHope á Bahamaeyjum. 9. september 2019 09:00 Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins. 7. september 2019 15:59 Yfirvöld á Bahamaeyjum gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við Dorian Yfirvöld á Bahama eyjum sæta nú aukinni gagnrýni fyrir hvernig tekist hefur verið á við eftirleik fellibylsins Dorian sem gekk yfir eyjaklasann í síðustu viku. 9. september 2019 07:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ríkisstjórn Bahama-eyja segir 2.500 manns á lista þeirra sem saknað er eftir að fellibylurinn Dorian fór yfir eyjarnar. Ekki er þó búið að bera listann saman við nöfn þeirra sem hafa verið fluttir af eyjunum eða halda til í neyðarskýlum og því þykir víst að fækka muni á listanum og það mikið. Minnst 50 eru látnir og er búist við því þeim muni fjölga en björgunaraðilar eru enn að leita í rústum húsa og braki sem liggur á víð og dreif um eyjarnar. Dorian lék íbúa eyjanna Grand Bahama og Abaco sérstaklega illa. Þegar fellibylurinn náði landi jafnaði hann mesta vindstyrk sem mælst hefur í fellibyl sem náð hefur landi. Rafmagni hefur að mestu verið komið á aftur á Grand Bahama en samkvæmt AP fréttaveitunni eru dreifikerfi við og í borginni Marsh Harbour á Abaco gerónýt.Tugir þúsunda þurfa enn á aðstoða að halda og á umfangsmikið hjálparstarf sér stað á Bahama. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn eyjanna gert það ljóst að ferðamenn eru enn velkomnir á flestar eyjur eyjaklasans. Í raun sé mikil þörf á þeim. Ferðaþjónusta er mikilvægur liður í tekjuöflun íbúa og ríkisstjórnar eyjanna og ljóst er að endurbygging á Grand Bahama og Abaco mun taka langan tíma og verða verulega kostnaðarsöm. Ellison Thompson, aðstoðarferðamálaráðherra, sagði Washington Post að ferðamenn væru þegar byrjaðir að afpanta ferðir og það gæti haft veruleg áhrif á efnahag eyjanna.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00 Dagbjartur kemur að endurreisn samfélags á Bahamaeyjum Við vinnum þetta allt í sameiningu, það skiptir okkur engu máli hvaða nafn er á skyrtunni ef svo mætti segja. Þegar kemur að þessu eru allir bara í sama liði og menn sem eru að vinna á svipuðu sviði eru bara að hjálpast að og styðja við hvorn annan, segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, viðbragðsaðili á vegum NetHope á Bahamaeyjum. 9. september 2019 09:00 Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins. 7. september 2019 15:59 Yfirvöld á Bahamaeyjum gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við Dorian Yfirvöld á Bahama eyjum sæta nú aukinni gagnrýni fyrir hvernig tekist hefur verið á við eftirleik fellibylsins Dorian sem gekk yfir eyjaklasann í síðustu viku. 9. september 2019 07:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00
Dagbjartur kemur að endurreisn samfélags á Bahamaeyjum Við vinnum þetta allt í sameiningu, það skiptir okkur engu máli hvaða nafn er á skyrtunni ef svo mætti segja. Þegar kemur að þessu eru allir bara í sama liði og menn sem eru að vinna á svipuðu sviði eru bara að hjálpast að og styðja við hvorn annan, segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, viðbragðsaðili á vegum NetHope á Bahamaeyjum. 9. september 2019 09:00
Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins. 7. september 2019 15:59
Yfirvöld á Bahamaeyjum gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við Dorian Yfirvöld á Bahama eyjum sæta nú aukinni gagnrýni fyrir hvernig tekist hefur verið á við eftirleik fellibylsins Dorian sem gekk yfir eyjaklasann í síðustu viku. 9. september 2019 07:16