Fátæktin skattlögð Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 21:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“ Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55