Rósa bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan knattspyrnuferil að baki Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 09:18 Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru miklir andstæðingar í pólitík. Vísir/vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019 Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019
Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15