HR talinn betri en HÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 10:13 Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ. Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ.
Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir