HR talinn betri en HÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 10:13 Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ. Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ.
Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira