Gerir ráð fyrir nýrri verksmiðju á allra næstu árum Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 11:30 Jón Ólafsson mætti í Bítið í morgun. Vísir/Bylgjan/Anton Brink Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón. Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón.
Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26