Breytt umhverfismat Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. september 2019 07:00 Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun