Efast um forsendur fjárlaga Sveinn Arnarsson skrifar 13. september 2019 07:15 Bjarni Benediktsson mælti fyrir fjárlögunum í gær. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fyrir árið 2020, fór fram í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn telja forsendur fjárlaga ekki halda þar sem staða og horfur í íslensku efnahagslífi séu verri en fjárlögin geri ráð fyrir. Samkvæmt forsendum fjárlaga eru hagspár á einu máli um að hagkerfið vaxi að nýju frá árinu 2020. Einnig segir að efnahagsáföll á fyrri hluta ársins, fall WOW og loðnubrestur, svo dæmi séu tekin, hafi ekki haft víðtæk áhrif. Óvissa ríkir þó í heimsbúskapnum og verri hagþróun meðal helstu viðskiptaríkja Íslands og takmarkanir á alþjóðaviðskiptum geta hamlað innlendum efnahagsbata. Fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofunnar frá því í maí. Fram kemur einnig í frumvarpinu að spáin sé bjartsýn í samanburði við spár annarra greiningaraðila. „Vísbendingar eru hins vegar um að vöxtur einkaneyslu geti verið minni í ár en gert er ráð fyrir í spánni þar sem innflutningur neysluvara og bifreiða dróst töluvert saman á fyrri helmingi ársins,“ segir berum orðum í frumvarpi Bjarna Benediktssonar. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað enn frá framlagningu endurskoðaðrar fjármálastefnu í vor og hættan á niðursveiflu í helstu viðskiptalöndum hefur magnast.“Þorsteinn VÃglundsson, Eygló HarðardóttirÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einmitt formann fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, hvort þetta væru ekki of miklar bjartsýnisspár. „Erum við að byggja þetta frumvarp á raunhæfum forsendum? Verðum við í stöðu til að standa við þau loforð sem hér eru gefin?“ spurði þingmaðurinn. „Ég óttast að efnahagslegar forsendur þessara fjárlaga muni ekki standast. Ég óttast að hér sjáum við vísvitandi framsett allt of bjartsýnar horfur sem okkur ber engin skylda til að gera bara til þess að ríkisstjórnin geti staðið hér og veitt innistæðulaus loforð í umræðu um fjárlög.“ Willum var sammála um að forsendur fjárlaganna væru stóra málið í frumvarpinu. „Þetta er í raun stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur að. Ég met að við höfum lagt grunninn vel í endurskoðaðri stefnu sem eykur líkurnar á því að þetta gangi upp og vonandi gerir það það og ég hef fulla trú á því.“Gagnrýna nýjan urðunarskatt Stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform. „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fyrir árið 2020, fór fram í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn telja forsendur fjárlaga ekki halda þar sem staða og horfur í íslensku efnahagslífi séu verri en fjárlögin geri ráð fyrir. Samkvæmt forsendum fjárlaga eru hagspár á einu máli um að hagkerfið vaxi að nýju frá árinu 2020. Einnig segir að efnahagsáföll á fyrri hluta ársins, fall WOW og loðnubrestur, svo dæmi séu tekin, hafi ekki haft víðtæk áhrif. Óvissa ríkir þó í heimsbúskapnum og verri hagþróun meðal helstu viðskiptaríkja Íslands og takmarkanir á alþjóðaviðskiptum geta hamlað innlendum efnahagsbata. Fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofunnar frá því í maí. Fram kemur einnig í frumvarpinu að spáin sé bjartsýn í samanburði við spár annarra greiningaraðila. „Vísbendingar eru hins vegar um að vöxtur einkaneyslu geti verið minni í ár en gert er ráð fyrir í spánni þar sem innflutningur neysluvara og bifreiða dróst töluvert saman á fyrri helmingi ársins,“ segir berum orðum í frumvarpi Bjarna Benediktssonar. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað enn frá framlagningu endurskoðaðrar fjármálastefnu í vor og hættan á niðursveiflu í helstu viðskiptalöndum hefur magnast.“Þorsteinn VÃglundsson, Eygló HarðardóttirÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einmitt formann fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, hvort þetta væru ekki of miklar bjartsýnisspár. „Erum við að byggja þetta frumvarp á raunhæfum forsendum? Verðum við í stöðu til að standa við þau loforð sem hér eru gefin?“ spurði þingmaðurinn. „Ég óttast að efnahagslegar forsendur þessara fjárlaga muni ekki standast. Ég óttast að hér sjáum við vísvitandi framsett allt of bjartsýnar horfur sem okkur ber engin skylda til að gera bara til þess að ríkisstjórnin geti staðið hér og veitt innistæðulaus loforð í umræðu um fjárlög.“ Willum var sammála um að forsendur fjárlaganna væru stóra málið í frumvarpinu. „Þetta er í raun stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur að. Ég met að við höfum lagt grunninn vel í endurskoðaðri stefnu sem eykur líkurnar á því að þetta gangi upp og vonandi gerir það það og ég hef fulla trú á því.“Gagnrýna nýjan urðunarskatt Stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform. „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu