RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2019 11:45 Hatari á sviðinu í Ísrael. Getty/Gui Prives RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í keppninni og fylgir eftir gengi Hatara sem endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor. Sumir bjuggust jafnvel við að Íslendingum yrði refsað fyrir athæfi Hatara þegar meðlimir sveitarinnar flögguðu fána Palistínu á lokakvöldinu í Tel Aviv í vor. Nú er það staðfest að Ísland tekur þátt í Hollandi en það er ennþá spurning hvort RÚV þurfi að greiða sekt fyrir atvikið í Tel Aviv. Á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2020 á slóðinni songvakeppnin.is. Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um.Skora á lagahöfunda að senda inn Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna en þetta var einnig gert í síðustu undankeppni. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17. október nk. og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins,“ segir í tilkynningunni. Eins og í fyrra verður breski danshöfundurinn Lee Proud listrænn stjórnandi og danshöfundur keppninnar. Hann hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjum landsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona verður söng- og raddþjálfari keppenda en hún hefur áralanga reynslu af söng og söngkennslu. Undankeppnirnar tvær verða haldnar í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni. Eurovision Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í keppninni og fylgir eftir gengi Hatara sem endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor. Sumir bjuggust jafnvel við að Íslendingum yrði refsað fyrir athæfi Hatara þegar meðlimir sveitarinnar flögguðu fána Palistínu á lokakvöldinu í Tel Aviv í vor. Nú er það staðfest að Ísland tekur þátt í Hollandi en það er ennþá spurning hvort RÚV þurfi að greiða sekt fyrir atvikið í Tel Aviv. Á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2020 á slóðinni songvakeppnin.is. Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um.Skora á lagahöfunda að senda inn Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna en þetta var einnig gert í síðustu undankeppni. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17. október nk. og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins,“ segir í tilkynningunni. Eins og í fyrra verður breski danshöfundurinn Lee Proud listrænn stjórnandi og danshöfundur keppninnar. Hann hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjum landsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona verður söng- og raddþjálfari keppenda en hún hefur áralanga reynslu af söng og söngkennslu. Undankeppnirnar tvær verða haldnar í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni.
Eurovision Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“