Sýknuð af morði á nýfæddu barni sínu sem hún gróf úti í garði Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 11:47 Richardson við dómsuppkvaðningu í Ohio í gær. Vísir/AP Brooke Skylar Richardson, tvítug kona frá Ohio sem ákærð var fyrir að myrða nýfætt barn sitt vorið 2017, var sýknuð af morðákærunum í gær. Lík barnsins fannst grafið í garði Richardson-fjölsyldunnar um tveimur mánuðum eftir fæðinguna.Sjá einnig: Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Richardson var átján ára þegar hún fæddi stúlkubarn inni á baðherbergi á heimili sínu í bænum Carlisle í Ohio í maí árið 2017. Hún hafði falið meðgönguna fyrir bæði foreldrum sínum og kærasta en enginn nákominn henni hafði minnstu hugmynd um að hún gengi með barn. Eins og áður segir var Richardson sýknuð af ákærum um morð. Þá var hún einnig sýknuð af ákærum um að stofna lífi barns í hættu, auk manndrápsákæru. Richardson var hins vegar sakfelld fyrir að svívirða lík. Refsing yfir henni verður kveðin upp síðar dag. Gert er ráð fyrir að hún hljóti skilorðsbundinn dóm.Richardson ræðir við föður sinn, Scott, í dómsal á miðvikudag.Vísir/APSaksóknari hélt því fram að Richardson hefði fætt barnið, lamið það í höfuðið og grafið líkið svo úti í garði. Þetta var byggt á niðurstöðum réttarmeinalæknis, sem sagði barnið hafa látist af „ofbeldi ætluðu til manndráps“. Saksóknari byggði mál sitt jafnframt á því að Richardson hefði slegið leitarorðin „hvernig skal losa sig við barn“ inn í leitarvélar á netinu. Þá hafi hún viðurkennt í yfirheyrslu lögreglu að hún gæti hafa séð barnið hreyfa sig og gefa frá sér hljóð. Richardson hafi þannig myrt barnið, og það hafi hún enn fremur gert til að fá ekki smánarblett á „fullkomið líf“ sitt. Richardson hélt því ætíð fram að barnið, sem hún nefndi Annabelle, hafi fæðst andvana. Hún hafi grafið líkið vegna þess að hún var sorgmædd og hrædd. Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin sagði að klækjabrögðum hefði verið beitt við yfirheyrslur til að knýja fram falskar yfirlýsingar Richardson. Hún væri bæði berskjölduð og óþroskuð, auk þess sem hún væri haldin persónuleikaröskun sem gerði henni illmögulegt annað en að þóknast yfirboðurum sínum. Þannig ætti lögregla afar auðvelt með að sannfæra hana um að lýsa á hendur sér glæpsamlegu athæfi. Bandaríkin Tengdar fréttir Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Sjá meira
Brooke Skylar Richardson, tvítug kona frá Ohio sem ákærð var fyrir að myrða nýfætt barn sitt vorið 2017, var sýknuð af morðákærunum í gær. Lík barnsins fannst grafið í garði Richardson-fjölsyldunnar um tveimur mánuðum eftir fæðinguna.Sjá einnig: Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Richardson var átján ára þegar hún fæddi stúlkubarn inni á baðherbergi á heimili sínu í bænum Carlisle í Ohio í maí árið 2017. Hún hafði falið meðgönguna fyrir bæði foreldrum sínum og kærasta en enginn nákominn henni hafði minnstu hugmynd um að hún gengi með barn. Eins og áður segir var Richardson sýknuð af ákærum um morð. Þá var hún einnig sýknuð af ákærum um að stofna lífi barns í hættu, auk manndrápsákæru. Richardson var hins vegar sakfelld fyrir að svívirða lík. Refsing yfir henni verður kveðin upp síðar dag. Gert er ráð fyrir að hún hljóti skilorðsbundinn dóm.Richardson ræðir við föður sinn, Scott, í dómsal á miðvikudag.Vísir/APSaksóknari hélt því fram að Richardson hefði fætt barnið, lamið það í höfuðið og grafið líkið svo úti í garði. Þetta var byggt á niðurstöðum réttarmeinalæknis, sem sagði barnið hafa látist af „ofbeldi ætluðu til manndráps“. Saksóknari byggði mál sitt jafnframt á því að Richardson hefði slegið leitarorðin „hvernig skal losa sig við barn“ inn í leitarvélar á netinu. Þá hafi hún viðurkennt í yfirheyrslu lögreglu að hún gæti hafa séð barnið hreyfa sig og gefa frá sér hljóð. Richardson hafi þannig myrt barnið, og það hafi hún enn fremur gert til að fá ekki smánarblett á „fullkomið líf“ sitt. Richardson hélt því ætíð fram að barnið, sem hún nefndi Annabelle, hafi fæðst andvana. Hún hafi grafið líkið vegna þess að hún var sorgmædd og hrædd. Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin sagði að klækjabrögðum hefði verið beitt við yfirheyrslur til að knýja fram falskar yfirlýsingar Richardson. Hún væri bæði berskjölduð og óþroskuð, auk þess sem hún væri haldin persónuleikaröskun sem gerði henni illmögulegt annað en að þóknast yfirboðurum sínum. Þannig ætti lögregla afar auðvelt með að sannfæra hana um að lýsa á hendur sér glæpsamlegu athæfi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Sjá meira
Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30