Segist samviskusamlega hafa tilkynnt um andlát föður síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2019 12:51 Konan segist ein hafa staðið að útför föður og móður. Deilur innan fjölskyldunnar séu tilefni kærunnar. Fréttablaðið/Vilhelm Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar. Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar.
Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira