„Við erum öll í einni keðju og ég er lásinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2019 21:30 Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt. Umferðaröryggi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt.
Umferðaröryggi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira