„Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín. Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum. „Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15 Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín. Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum. „Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15 Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15
Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38
Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58