Olíufélög bregðast við haldist heimsmarkaðsverð óbreytt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. september 2019 06:45 Íslendingar gætu séð bensínverðið hækka á næstu dögum. Fréttablaðið/GVA Íslensku olíufélögin hafa ekki tekið ákvörðun um verðhækkanir en fylgjast grannt með stöðunni á mörkuðum erlendis eftir drónaárásina í Sádi-Arabíu. Ef hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi segjast þau munu þurfa að bregðast við. „Við látum daginn líða og fylgjumst með hvort þetta sé viðvarandi hækkun á heimsmarkaðsverði,“ segir Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. „Það eru til miklar olíubirgðir, bæði í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, og skiptir miklu máli hvað þarlend stjórnvöld gera.“ Vegna viðskiptahagsmuna er birgðastaðan ekki gefin upp en olía er keypt á hverjum degi til að halda henni í jafnvægi. „Ef þetta er viðvarandi ástand þá þurfum við augljóslega að bregðast við,“ segir Már. Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir of snemmt að segja til um hvort áhrifin verði til skamms tíma eða vari lengur. „Varðandi þróun verðs hjá okkur þá mun það endurspegla þróun heimsmarkaðsverðs eins og áður,“ segir hann. Sömu sögu er að segja hjá Olís. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ segir Jón. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snögglega um tæp 20 prósent eftir drónaárásir á tvö olíumannvirki Saudi Aramco í Sádi-Arabíu. Þarna eru 5 prósent af allri heimsframleiðslunni og óvíst er hversu hratt tekst að koma framleiðslunni í fyrra horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að gengið verði á varabirgðir ef þess þarf. Már segir að þó að heimsmarkaðsverð hækki viðvarandi um 20 prósent þýði það ekki sambærilegar hækkanir til neytenda. „Mjög stór hluti af verðinu sem neytandinn kaupir bæði bensín og dísil á eru föst gjöld og þessi hækkun myndi ekki hafa áhrif á þau.“ Föst gjöld á bensín eru 90 krónur og virðisaukaskattur ofan á það. Fyrir dísilolíu er það 75 krónur og virðisaukaskattur. Innkaupsverðið hefur verið á bilinu 60 til 65 krónur og þá eru ótalin flutningsgjöld, rannsóknir og fleira. Ef hækkunin er viðvarandi myndu íslensku olíufélögin hækka lítrann um 7 eða 8 krónur miðað við þessar forsendur. Markaðurinn er hins vegar mjög kvikur og á morgun gæti verið gjörbreytt staða. Heimsmarkaðsverðið hefur meiri áhrif á olíukaup útgerðanna þar sem föst gjöld á skipaolíu eru lægri en á bíla. Enn meiri áhrif hefur þetta á flugfélögin þar sem minnst föst gjöld eru á þau. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Íslensku olíufélögin hafa ekki tekið ákvörðun um verðhækkanir en fylgjast grannt með stöðunni á mörkuðum erlendis eftir drónaárásina í Sádi-Arabíu. Ef hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi segjast þau munu þurfa að bregðast við. „Við látum daginn líða og fylgjumst með hvort þetta sé viðvarandi hækkun á heimsmarkaðsverði,“ segir Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. „Það eru til miklar olíubirgðir, bæði í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, og skiptir miklu máli hvað þarlend stjórnvöld gera.“ Vegna viðskiptahagsmuna er birgðastaðan ekki gefin upp en olía er keypt á hverjum degi til að halda henni í jafnvægi. „Ef þetta er viðvarandi ástand þá þurfum við augljóslega að bregðast við,“ segir Már. Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir of snemmt að segja til um hvort áhrifin verði til skamms tíma eða vari lengur. „Varðandi þróun verðs hjá okkur þá mun það endurspegla þróun heimsmarkaðsverðs eins og áður,“ segir hann. Sömu sögu er að segja hjá Olís. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ segir Jón. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snögglega um tæp 20 prósent eftir drónaárásir á tvö olíumannvirki Saudi Aramco í Sádi-Arabíu. Þarna eru 5 prósent af allri heimsframleiðslunni og óvíst er hversu hratt tekst að koma framleiðslunni í fyrra horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að gengið verði á varabirgðir ef þess þarf. Már segir að þó að heimsmarkaðsverð hækki viðvarandi um 20 prósent þýði það ekki sambærilegar hækkanir til neytenda. „Mjög stór hluti af verðinu sem neytandinn kaupir bæði bensín og dísil á eru föst gjöld og þessi hækkun myndi ekki hafa áhrif á þau.“ Föst gjöld á bensín eru 90 krónur og virðisaukaskattur ofan á það. Fyrir dísilolíu er það 75 krónur og virðisaukaskattur. Innkaupsverðið hefur verið á bilinu 60 til 65 krónur og þá eru ótalin flutningsgjöld, rannsóknir og fleira. Ef hækkunin er viðvarandi myndu íslensku olíufélögin hækka lítrann um 7 eða 8 krónur miðað við þessar forsendur. Markaðurinn er hins vegar mjög kvikur og á morgun gæti verið gjörbreytt staða. Heimsmarkaðsverðið hefur meiri áhrif á olíukaup útgerðanna þar sem föst gjöld á skipaolíu eru lægri en á bíla. Enn meiri áhrif hefur þetta á flugfélögin þar sem minnst föst gjöld eru á þau.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15