Stingum í samband Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2019 07:00 Það voru merkileg og ánægjuleg tíðindi sem birtust í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku þegar spurt var um áhuga fólks á vistvænum bílum. Rúmur helmingur aðspurðra segir líklegt að vistvænn bíll verði fyrir valinu við næstu bílakaup. Aðeins rúmur fimmtungur telur það ólíklegt. Fólksbílafloti landsmanna telur nú um 229 þúsund bíla. Aðeins rúm fimm prósent þeirra, eða rúmlega tólf þúsund bílar, eru annaðhvort rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar, metan- eða vetnisbílar. Í loftslagsstefnu stjórnvalda sem kynnt var fyrir um ári er sett fram það markmið að banna nýskráningar bíla sem notast eingöngu við jarðefnaeldsneyti frá árinu 2030. Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum nálgast nú milljón tonn á ári og er um þriðjungur þeirrar losunar sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Árið 2030 verður líklega aðeins rými fyrir 500 þúsund tonna losun og þarf því að helminga losunina á næsta áratug. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld hraði vinnu sinni við uppbyggingu innviða til að gera öllum þeim fjölda sem vill skipta yfir í vistvæna bíla það kleift. Íslenski bílaflotinn er gamall en meðalaldurinn var rúm tólf ár á síðasta ári sem er meðal þess hæsta í Evrópu. Hér er því bæði tækifæri og þörf á hraðri endurnýjun bílaflotans með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðaröryggi. Ein leið sem nefnd hefur verið og er að finna í stefnu stjórnvalda er að veittir yrðu sérstakir styrkir til úreldingar eldri og eyðslusamari bíla ef vistvænn er keyptur í staðinn. Það er leið sem vert er að skoða og gæti orðið til þess að hraða orkuskiptum. Ef rýnt er í niðurstöður könnunarinnar vekur það athygli að íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi eru ólíklegastir til að velja vistvænan bíl við næstu bílakaup. Ef horft er á kort af hleðslustöðvum landsins koma þær niðurstöður hins vegar ekki á óvart. Þótt hægt sé að keyra hringinn með nokkuð þægilegum hætti á rafmagnsbíl, með smá skipulagningu, þarf að vinna áfram að þéttingu nets hraðhleðslustöðva. Þar hafa hlutar Vestfjarða og Norðausturhornið orðið út undan enn sem komið er. Það þarf að gæta jafnræðis milli landshluta þegar kemur að uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla. Það sést glöggt á auglýsingum bílaumboðanna að undanförnu að áherslan á vistvæna bíla er að aukast mikið. Framþróunin er hröð og sífellt fleiri tegundir í boði. Raunar er það svo að það sem af er ári hafa vistvænir bílar verið rúm 22 prósent af nýskráðum fólksbílum. Hlutirnir eru því að þróast í rétta átt en tíminn sem við höfum til stefnu er ekki mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það voru merkileg og ánægjuleg tíðindi sem birtust í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku þegar spurt var um áhuga fólks á vistvænum bílum. Rúmur helmingur aðspurðra segir líklegt að vistvænn bíll verði fyrir valinu við næstu bílakaup. Aðeins rúmur fimmtungur telur það ólíklegt. Fólksbílafloti landsmanna telur nú um 229 þúsund bíla. Aðeins rúm fimm prósent þeirra, eða rúmlega tólf þúsund bílar, eru annaðhvort rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar, metan- eða vetnisbílar. Í loftslagsstefnu stjórnvalda sem kynnt var fyrir um ári er sett fram það markmið að banna nýskráningar bíla sem notast eingöngu við jarðefnaeldsneyti frá árinu 2030. Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum nálgast nú milljón tonn á ári og er um þriðjungur þeirrar losunar sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Árið 2030 verður líklega aðeins rými fyrir 500 þúsund tonna losun og þarf því að helminga losunina á næsta áratug. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld hraði vinnu sinni við uppbyggingu innviða til að gera öllum þeim fjölda sem vill skipta yfir í vistvæna bíla það kleift. Íslenski bílaflotinn er gamall en meðalaldurinn var rúm tólf ár á síðasta ári sem er meðal þess hæsta í Evrópu. Hér er því bæði tækifæri og þörf á hraðri endurnýjun bílaflotans með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðaröryggi. Ein leið sem nefnd hefur verið og er að finna í stefnu stjórnvalda er að veittir yrðu sérstakir styrkir til úreldingar eldri og eyðslusamari bíla ef vistvænn er keyptur í staðinn. Það er leið sem vert er að skoða og gæti orðið til þess að hraða orkuskiptum. Ef rýnt er í niðurstöður könnunarinnar vekur það athygli að íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi eru ólíklegastir til að velja vistvænan bíl við næstu bílakaup. Ef horft er á kort af hleðslustöðvum landsins koma þær niðurstöður hins vegar ekki á óvart. Þótt hægt sé að keyra hringinn með nokkuð þægilegum hætti á rafmagnsbíl, með smá skipulagningu, þarf að vinna áfram að þéttingu nets hraðhleðslustöðva. Þar hafa hlutar Vestfjarða og Norðausturhornið orðið út undan enn sem komið er. Það þarf að gæta jafnræðis milli landshluta þegar kemur að uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla. Það sést glöggt á auglýsingum bílaumboðanna að undanförnu að áherslan á vistvæna bíla er að aukast mikið. Framþróunin er hröð og sífellt fleiri tegundir í boði. Raunar er það svo að það sem af er ári hafa vistvænir bílar verið rúm 22 prósent af nýskráðum fólksbílum. Hlutirnir eru því að þróast í rétta átt en tíminn sem við höfum til stefnu er ekki mikill.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar