Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 10:16 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í febrúar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er lengst til vinstri og samflokksmaður hans Karl Gauti Hjaltason er lengst til hægri. Vísir/vilhelm Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Kjósa átti nýjan formann nefndarinnar í dag, sem samkomulag er um að verði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Fundinum var hins vegar frestað í skyndi eftir að áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni stakk upp á Karli Gauta Hjaltasyni samflokksmanni Bergþórs í formannssætið. RÚV greindi fyrst frá. Formannsstaða Bergþórs í nefndinni hefur verið afar umdeild. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Karl Gauti segir í samtali við Vísi að fundinum í morgun hafi tvívegis verið frestað, í fyrra skiptið eftir að fulltrúi Viðreisnar í umhverfis og samgöngunefnd bar formlega upp tillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um að Karl Gauti tæki við formennsku í stað Bergþórs. Karl Gauti segir að uppástungan hafi komið flatt upp á sig. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafna þessu. Ég mun hafna þessu. Ég er ekki á leiðinni að vera formaður nefndarinnar. Miðflokkurinn hefur kandídat í þetta.“ Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar frestaði fundinum eftir að tillaga Björns Levís var borin upp. Fundurinn var settur aftur í skamma stund en þá var óskað eftir því að meirihlutinn kæmi saman á fundi vegna málsins. Fundi umhverfis- og samgöngunefndar var þá slitið. Karl Gauti kveðst ekki viss um næstu skref. Hann ítrekar þó að samkvæmt samkomulagi eigi Miðflokkurinn tilkall til formennsku í nefndinni. „Nú er þetta meirihlutinn sem fundar um þetta mál þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að spá. En minnihlutinn á þessar formennskur, ein formennskan kom í hlut Miðflokksins og þarna er búið að stinga upp á Bergþóri Ólasyni.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Kjósa átti nýjan formann nefndarinnar í dag, sem samkomulag er um að verði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Fundinum var hins vegar frestað í skyndi eftir að áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni stakk upp á Karli Gauta Hjaltasyni samflokksmanni Bergþórs í formannssætið. RÚV greindi fyrst frá. Formannsstaða Bergþórs í nefndinni hefur verið afar umdeild. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Karl Gauti segir í samtali við Vísi að fundinum í morgun hafi tvívegis verið frestað, í fyrra skiptið eftir að fulltrúi Viðreisnar í umhverfis og samgöngunefnd bar formlega upp tillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um að Karl Gauti tæki við formennsku í stað Bergþórs. Karl Gauti segir að uppástungan hafi komið flatt upp á sig. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafna þessu. Ég mun hafna þessu. Ég er ekki á leiðinni að vera formaður nefndarinnar. Miðflokkurinn hefur kandídat í þetta.“ Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar frestaði fundinum eftir að tillaga Björns Levís var borin upp. Fundurinn var settur aftur í skamma stund en þá var óskað eftir því að meirihlutinn kæmi saman á fundi vegna málsins. Fundi umhverfis- og samgöngunefndar var þá slitið. Karl Gauti kveðst ekki viss um næstu skref. Hann ítrekar þó að samkvæmt samkomulagi eigi Miðflokkurinn tilkall til formennsku í nefndinni. „Nú er þetta meirihlutinn sem fundar um þetta mál þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að spá. En minnihlutinn á þessar formennskur, ein formennskan kom í hlut Miðflokksins og þarna er búið að stinga upp á Bergþóri Ólasyni.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15
Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23