Áttföld eftirspurn eftir litlum og hagkvæmum íbúðum í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2019 13:15 Verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags segir að markaðurinn hafi einblínt um of á dýrar og stærri íbúðir. Slíkt henti fyrstu kaupendum ekki. Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum í smáíbúðahverfi sem á að rísa í Gufunesi. Mörg hundruð manns verður neitað um að fjárfesta í lítilli og hagkvæmri íbúð í hinu vistvæna og bíllausa hverfi. Hverfið er hluti af samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk sem fór fram í fyrra. Þorpið – vistfélag var á meðal vinningahafa og fékk úthlutaða lóð í Gufunesi. Breytingar á deiliskipulagi hafa gengið í gegn en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist strax í nóvember. „Við opnuðum fyrir umsóknir og skráningar í vor og fengum mjóg fljótt 500 skráningar og hættum þá allri kynningu en kynning fór einungis fram á samfélagsmiðlum og það eru komnar rúmlega þúsund skráningar núna eða þúsund umsóknir um íbúðir hjá þorpinu og það verða 130 íbúðir til ráðstöfunar,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Á sama tíma og varað er við kólnandi hagkerfi er gríðarleg eftirspurn í litlar og hagkvæmar íbúðir. Hvað lestu í þetta?„Við erum að bjóða litlar og ódýrar íbúðir. Það hefur verið algjör skortur á þeim á markaðnum og það er algjör skortur á þeim á markaðnum. Þessi spurn eftir þessum íbúðum, þessi áttfalda eða nífalda eftirspurn sýnir einfaldlega að markaðurinn hefur ekki verið að bjóða þær íbúðir sem ungt fólk þarf og getur ráðið við að kaupa.“Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags, segir að markaðurinn hafi ekki sinnt þörfum unga fólksins sem skyldi hingað til.frettablaðið/anton brinkRunólfur segir að öll hugmyndavinna við hverfið hafi verið þróuð með ungu fólki sem hefur lýst yfir áhuga á að búa í hverfinu. Hann segist hafa fundið sterkt fyrir því að unga fólkið leggi mikið upp úr hinu umhverfisvæna. „Við finnum fyrir rosalega miklum áhuga á að gera hlutina þar öðruvísi. Kálgarður fylgir hverri einustu íbúð, fólk má byggja sér hænsnakofa, hverfið er bíllaust, stæðin eru fyrir utan hverfið og svo eru bara göngustígar inni í hverfinu og alls konar svona þættir sem við höfum þróað eftir hugmyndum fá þessu fólki sem ætlar að búa þarna.“ Félagið mun kalla eftir greiðslumati frá þessum stóra hópi umsækjenda en það liggur ljóst fyrir að færri munu fá en vilja. Kaupendur þurfa að hafa tíu prósent eigið fé til útborgunar. Fyrstu kaupendur geta fengið níutíu prósent lán en í öllu falli þarf fólk að leggja fram á bilinu 1,7 milljónir og upp í þrjár og hálfa milljón. „Þegar íbúðirnar verða tilgreindar og fólk getur sótt um tilgreinda bíúð þá er einfaldlega bara dregið milli þeirra sem sækja um. Þetta er ekkert flókið. Við þurfum bara að tryggja fullkomið gagnsæi og sanngirni og það verður eiginlega ekki gert með öðrum hætti,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum í smáíbúðahverfi sem á að rísa í Gufunesi. Mörg hundruð manns verður neitað um að fjárfesta í lítilli og hagkvæmri íbúð í hinu vistvæna og bíllausa hverfi. Hverfið er hluti af samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk sem fór fram í fyrra. Þorpið – vistfélag var á meðal vinningahafa og fékk úthlutaða lóð í Gufunesi. Breytingar á deiliskipulagi hafa gengið í gegn en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist strax í nóvember. „Við opnuðum fyrir umsóknir og skráningar í vor og fengum mjóg fljótt 500 skráningar og hættum þá allri kynningu en kynning fór einungis fram á samfélagsmiðlum og það eru komnar rúmlega þúsund skráningar núna eða þúsund umsóknir um íbúðir hjá þorpinu og það verða 130 íbúðir til ráðstöfunar,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Á sama tíma og varað er við kólnandi hagkerfi er gríðarleg eftirspurn í litlar og hagkvæmar íbúðir. Hvað lestu í þetta?„Við erum að bjóða litlar og ódýrar íbúðir. Það hefur verið algjör skortur á þeim á markaðnum og það er algjör skortur á þeim á markaðnum. Þessi spurn eftir þessum íbúðum, þessi áttfalda eða nífalda eftirspurn sýnir einfaldlega að markaðurinn hefur ekki verið að bjóða þær íbúðir sem ungt fólk þarf og getur ráðið við að kaupa.“Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags, segir að markaðurinn hafi ekki sinnt þörfum unga fólksins sem skyldi hingað til.frettablaðið/anton brinkRunólfur segir að öll hugmyndavinna við hverfið hafi verið þróuð með ungu fólki sem hefur lýst yfir áhuga á að búa í hverfinu. Hann segist hafa fundið sterkt fyrir því að unga fólkið leggi mikið upp úr hinu umhverfisvæna. „Við finnum fyrir rosalega miklum áhuga á að gera hlutina þar öðruvísi. Kálgarður fylgir hverri einustu íbúð, fólk má byggja sér hænsnakofa, hverfið er bíllaust, stæðin eru fyrir utan hverfið og svo eru bara göngustígar inni í hverfinu og alls konar svona þættir sem við höfum þróað eftir hugmyndum fá þessu fólki sem ætlar að búa þarna.“ Félagið mun kalla eftir greiðslumati frá þessum stóra hópi umsækjenda en það liggur ljóst fyrir að færri munu fá en vilja. Kaupendur þurfa að hafa tíu prósent eigið fé til útborgunar. Fyrstu kaupendur geta fengið níutíu prósent lán en í öllu falli þarf fólk að leggja fram á bilinu 1,7 milljónir og upp í þrjár og hálfa milljón. „Þegar íbúðirnar verða tilgreindar og fólk getur sótt um tilgreinda bíúð þá er einfaldlega bara dregið milli þeirra sem sækja um. Þetta er ekkert flókið. Við þurfum bara að tryggja fullkomið gagnsæi og sanngirni og það verður eiginlega ekki gert með öðrum hætti,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45
Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35