Gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 14:17 Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira