Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 09:02 Vilhjálmur Árnason segir togstreituna í lögreglunni lúta að fleiri þáttum en bíla- og búningamálum. Hún hafi verið viðvarandi í töluverðan tíma. FBL/Anton brink Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. Ólgan innan lögreglunnar hafi lengi fengið að byggjast upp þannig að lögreglumenn, sem séu „seinþreyttir til vandræða,“ geti ekki lengur setið á sér. Haraldur Johannessen hafi gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og eðlilegt væri ef skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttasetta embættismenn ríkissins. „Ég get alveg sagt það að mikið af þessu sem er til umræðu núna, sem tengist innra skipulagi lögreglunnar og svo starfsmannamálum innan ríkislögreglustjóraembættisins, það hefur verið togstreita um þetta í töluverðan tíma,“ segir Vilhjálmur, sem var lögreglumaður á árunum 2004 til 2013, í samtali við Bítið í morgun. Sú togstreita sé nú að koma upp á yfirborðið, þó svo að Vilhjálmur segist ekki upplifa vendingarnar sem valdabaráttu. Persónur og leikendur virðist ekki vera að sækjast eftir ákveðnum embættum. Deilurnar snúist frekar um skipulag lögregluembættanna. Fleira komið þó til en óánægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum. „Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelmTímatakmörk eðlileg Hann undirstrikar að þessi togstreita hafi fengið að grassera lengi - „og ég er ekkert endilega viss um að það sé hægt að klára hana með þeim leikendum sem eru núna,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort þetta þýði að þingmaðurinn vilji að Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, víki úr embætti segir Vilhjálmur: „Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“ og bætir við að Haraldur hafi gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Það sé langur tími í jafn valdamiklum stól og segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að einhver takmörk yrðu sett á skipunartíma ríkislögreglustjóra. Hann er skipaður til fimm ára í senn og segir þingmaðurinn að sér þættu tvö tímabil hæfileg, 10 ár í það heila. Sambærilegar takmarkanir eigi við um skipunartíma annarra embættismanna ríkisins, eins og Þjóðleikhús- og Seðlabankastjóra. Vilhjálmur segist geta hugsað sér að beita sér fyrir slíku í tilfelli ríkislögreglustjóra, hafi dómsmálaráðuneytið ekki sjálft frumkvæði að því. Vilhjálmur vill þó ekki benda til einhvers eins „vendipunktar“ sem geti skýrt togstreituna innan lögreglunnar. Óánægjan hafi smám saman aukist í gegnum árin. Hann segir að þrátt fyrir ólguna verði það ekki tekið af Haraldi að hann hafi verið í framlínu lögreglunnar, embættis sem hefur notið mikils trausts almennings á undanförnum árum. Viðtalið við Vilhjálm má nálgast í heild hér að neðan. Bítið Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. Ólgan innan lögreglunnar hafi lengi fengið að byggjast upp þannig að lögreglumenn, sem séu „seinþreyttir til vandræða,“ geti ekki lengur setið á sér. Haraldur Johannessen hafi gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og eðlilegt væri ef skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttasetta embættismenn ríkissins. „Ég get alveg sagt það að mikið af þessu sem er til umræðu núna, sem tengist innra skipulagi lögreglunnar og svo starfsmannamálum innan ríkislögreglustjóraembættisins, það hefur verið togstreita um þetta í töluverðan tíma,“ segir Vilhjálmur, sem var lögreglumaður á árunum 2004 til 2013, í samtali við Bítið í morgun. Sú togstreita sé nú að koma upp á yfirborðið, þó svo að Vilhjálmur segist ekki upplifa vendingarnar sem valdabaráttu. Persónur og leikendur virðist ekki vera að sækjast eftir ákveðnum embættum. Deilurnar snúist frekar um skipulag lögregluembættanna. Fleira komið þó til en óánægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum. „Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelmTímatakmörk eðlileg Hann undirstrikar að þessi togstreita hafi fengið að grassera lengi - „og ég er ekkert endilega viss um að það sé hægt að klára hana með þeim leikendum sem eru núna,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort þetta þýði að þingmaðurinn vilji að Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, víki úr embætti segir Vilhjálmur: „Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“ og bætir við að Haraldur hafi gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Það sé langur tími í jafn valdamiklum stól og segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að einhver takmörk yrðu sett á skipunartíma ríkislögreglustjóra. Hann er skipaður til fimm ára í senn og segir þingmaðurinn að sér þættu tvö tímabil hæfileg, 10 ár í það heila. Sambærilegar takmarkanir eigi við um skipunartíma annarra embættismanna ríkisins, eins og Þjóðleikhús- og Seðlabankastjóra. Vilhjálmur segist geta hugsað sér að beita sér fyrir slíku í tilfelli ríkislögreglustjóra, hafi dómsmálaráðuneytið ekki sjálft frumkvæði að því. Vilhjálmur vill þó ekki benda til einhvers eins „vendipunktar“ sem geti skýrt togstreituna innan lögreglunnar. Óánægjan hafi smám saman aukist í gegnum árin. Hann segir að þrátt fyrir ólguna verði það ekki tekið af Haraldi að hann hafi verið í framlínu lögreglunnar, embættis sem hefur notið mikils trausts almennings á undanförnum árum. Viðtalið við Vilhjálm má nálgast í heild hér að neðan.
Bítið Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46