Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 15:15 Bílalestin lokaði hægri akrein Kringlumýrarbrautar í suðurátt, nánast frá Háaleitisbraut að Miklubraut. Ásmundur Jónsson Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér. Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér.
Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30