Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 15:42 Obama sagði Thunberg að þau væru saman í liði þegar þau gáfu hvor öðru kumpánlega kveðju. Vísir/EPA Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg bað bandaríska þingmenn um að hlusta á vísindamenn þegar hún kom fyrir þingnefnd í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust í fyrradag. Thunberg hefur orðið áberandi málsvari yngri kynslóðarinnar fyrir róttækum aðgerðum til að koma í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga á jörðinni frá því að hún hóf svonefnd skólaverkföll í fyrra. Hún sigldi til Bandaríkjanna í lok sumars með skútu sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti til að vera viðstödd loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í næstu viku. Í millitíðinni hefur Thunberg tekið þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og í dag kemur hún fyrir tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þegar hún kom fyrir utanríkismálanefndina lagði hún fram vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um 1,5 gráðu hlýnun í stað formlegrar yfirlýsingar. „Ég legg þessa skýrslu fram sem vitnisburð minn því vil ekki að þið hlustið á mig, ég vil að þið hlustið á vísindamennina og ég vil að þið sameinist að baki vísindunum,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul..@GretaThunberg submits IPCC Special Report on Global Warming: "I don't want you to listen to me. I want you to listen to the scientists and I want you to unite behind science. And then I want you to take real action."Full video here: https://t.co/IWtX1u8Q3b #ClimateChange pic.twitter.com/iip86NUie5— CSPAN (@cspan) September 18, 2019 Sagði þingmönnum að spara lofið Obama, fyrrverandi forseti, lofaði frumkvæði Thunberg eftir að þau hittust í Washington-borg á mánudag. Hún geri sér grein fyrir að hennar kynslóð eigi eftir að bera hitann og þungann af loftslagbreytingum og því sé hún óhrædd við að krefjast raunverulegra aðgerða. „Aðeins sextán ára er Greta Thunberg nú þegar einn öflugasti málsvari plánetunnar okkar,“ tísti Obama um fund þeirra í gær.Just 16, @GretaThunberg is already one of our planet's greatest advocates. Recognizing that her generation will bear the brunt of climate change, she's unafraid to push for real action. She embodies our vision at the @ObamaFoundation: A future shaped by young leaders like her. pic.twitter.com/VgCPAaDp3C— Barack Obama (@BarackObama) September 17, 2019 Thunberg dró heldur ekkert undan þegar hún og fleiri ungir loftslagsaðgerðasinnar komu fyrir hóp öldungadeildarþingmanna í gær. Þar sagði hún þingmönnunum að þeir legðu ekki nóg á sig til að berjast gegn loftslagsbreytingum. „Sparið lof ykkar. Við viljum það ekki. Ekki bjóða okkur hingað til að segja okkur hvað við veitum mikinn innblástur án þess að gera neitt í því vegna þess að það leiðir ekki til neins,“ sagði Thunberg og ítrekaði skilaboð sín um að stjórnmálamenn hlustuðu frekar á vísindamenn en hana eða aðra aðgerðasinna. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg bað bandaríska þingmenn um að hlusta á vísindamenn þegar hún kom fyrir þingnefnd í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust í fyrradag. Thunberg hefur orðið áberandi málsvari yngri kynslóðarinnar fyrir róttækum aðgerðum til að koma í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga á jörðinni frá því að hún hóf svonefnd skólaverkföll í fyrra. Hún sigldi til Bandaríkjanna í lok sumars með skútu sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti til að vera viðstödd loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í næstu viku. Í millitíðinni hefur Thunberg tekið þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og í dag kemur hún fyrir tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þegar hún kom fyrir utanríkismálanefndina lagði hún fram vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um 1,5 gráðu hlýnun í stað formlegrar yfirlýsingar. „Ég legg þessa skýrslu fram sem vitnisburð minn því vil ekki að þið hlustið á mig, ég vil að þið hlustið á vísindamennina og ég vil að þið sameinist að baki vísindunum,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul..@GretaThunberg submits IPCC Special Report on Global Warming: "I don't want you to listen to me. I want you to listen to the scientists and I want you to unite behind science. And then I want you to take real action."Full video here: https://t.co/IWtX1u8Q3b #ClimateChange pic.twitter.com/iip86NUie5— CSPAN (@cspan) September 18, 2019 Sagði þingmönnum að spara lofið Obama, fyrrverandi forseti, lofaði frumkvæði Thunberg eftir að þau hittust í Washington-borg á mánudag. Hún geri sér grein fyrir að hennar kynslóð eigi eftir að bera hitann og þungann af loftslagbreytingum og því sé hún óhrædd við að krefjast raunverulegra aðgerða. „Aðeins sextán ára er Greta Thunberg nú þegar einn öflugasti málsvari plánetunnar okkar,“ tísti Obama um fund þeirra í gær.Just 16, @GretaThunberg is already one of our planet's greatest advocates. Recognizing that her generation will bear the brunt of climate change, she's unafraid to push for real action. She embodies our vision at the @ObamaFoundation: A future shaped by young leaders like her. pic.twitter.com/VgCPAaDp3C— Barack Obama (@BarackObama) September 17, 2019 Thunberg dró heldur ekkert undan þegar hún og fleiri ungir loftslagsaðgerðasinnar komu fyrir hóp öldungadeildarþingmanna í gær. Þar sagði hún þingmönnunum að þeir legðu ekki nóg á sig til að berjast gegn loftslagsbreytingum. „Sparið lof ykkar. Við viljum það ekki. Ekki bjóða okkur hingað til að segja okkur hvað við veitum mikinn innblástur án þess að gera neitt í því vegna þess að það leiðir ekki til neins,“ sagði Thunberg og ítrekaði skilaboð sín um að stjórnmálamenn hlustuðu frekar á vísindamenn en hana eða aðra aðgerðasinna.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00
Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15