Hægri stjórn sest að völdum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2019 20:11 Formenn stjórnarflokkanna þriggja. Fyrir miðju situr lögmaðurinn Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, til vinstri er Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, og til hægri er Jenis av Rana, formaður Miðflokksins. Mynd/Kringvarp Færeyja. Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona. Myndir af nýju ráðherrunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Stjórnarskiptin í Færeyjum eru rökrétt afleiðing þingkosninganna fyrir hálfum mánuði þar sem fráfarandi vinstri stjórn missti meirihluta sinn og hafa flokkarnir þrír, sem áður sátu í stjórnarandstöðu, nú formlega tekið við völdum.Bárður á Steig Nielsen er nýr lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, fráfarandi lögmaður og formaður Javnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, fráfarandi sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins.Mynd/Kringvarp Færeyja.Formaður Sambandsflokksins, Bárður á Steig Nielsen, er nýr lögmaður Færeyja. Formaður Fólkaflokksins, Jørgens Niclasen, er varalögmaður og fjármálaráðherra, og formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra. Á fundi Lögþingsins var Jógvan á Lakjuni frá Fólkaflokknum kjörinn nýr þingforseti, jafnframt því sem stjórnarsáttmálinn og ráðherrarnir voru kynntir. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn fá þrjá ráðherra hvor en Miðflokkurinn einn ráðherra.Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra, til hægri, er eina konan í nýrri landsstjórn Færeyja.Mynd/Kringvarp Færeyja.Jacob Vestergaard er nýr sjávarútvegsráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra, en hann var lögmaður Færeyja um sjö ára skeið, frá 2008 til 2015, Helgi Abrahamsen fer með atvinnu- og umhverfismálin en eina konan í nýju landsstjórninni er Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01 Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15 Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona. Myndir af nýju ráðherrunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Stjórnarskiptin í Færeyjum eru rökrétt afleiðing þingkosninganna fyrir hálfum mánuði þar sem fráfarandi vinstri stjórn missti meirihluta sinn og hafa flokkarnir þrír, sem áður sátu í stjórnarandstöðu, nú formlega tekið við völdum.Bárður á Steig Nielsen er nýr lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, fráfarandi lögmaður og formaður Javnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, fráfarandi sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins.Mynd/Kringvarp Færeyja.Formaður Sambandsflokksins, Bárður á Steig Nielsen, er nýr lögmaður Færeyja. Formaður Fólkaflokksins, Jørgens Niclasen, er varalögmaður og fjármálaráðherra, og formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra. Á fundi Lögþingsins var Jógvan á Lakjuni frá Fólkaflokknum kjörinn nýr þingforseti, jafnframt því sem stjórnarsáttmálinn og ráðherrarnir voru kynntir. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn fá þrjá ráðherra hvor en Miðflokkurinn einn ráðherra.Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra, til hægri, er eina konan í nýrri landsstjórn Færeyja.Mynd/Kringvarp Færeyja.Jacob Vestergaard er nýr sjávarútvegsráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra, en hann var lögmaður Færeyja um sjö ára skeið, frá 2008 til 2015, Helgi Abrahamsen fer með atvinnu- og umhverfismálin en eina konan í nýju landsstjórninni er Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01 Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15 Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01
Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50
Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15
Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18