Varði doktorsritgerð sína 78 ára gömul Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2019 19:45 Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941, því 78 ára gömul og einn elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi. Hún hóf ung að árum nám í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og vann sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. „Ég byrjaði 1. mars 1967 inni á Kleppi að vinna þar sem hjúkrunarfræðingur og síðan þegar að geðdeildarbyggingin var opnuð hérna niðri við Hringbraut þá fór ég að vinna þar. Ég hætti 2003 og þá fór ég beint í Háskólann,“ segir Björk. Hún segir sér ekki hugnast aðgerðarleysi og því hafi hún farið í nám þegar að hún hætti að vinna. „Ég gat ekki séð mig gerast eftirlaunaþegi og sitja heima og prjóna því ég er alltof energísk til þess að gera það svoleiðis og svo hafði ég áhuga fyrir mannfræði,“ segir Björk. Henni hafi því dottið í hug að kíkja í Háskólann. Hún hafi ekki ætlað að vera þar lengi en þar sé hún enn sextán árum síðar. Björk segir ritgerð sína fjalla um mál sem sé henni mjög hugleikið. „Ég var að skrifa um Al-anon og hvernig sjálfsmynd breytist hjá konum sem eru langtímaþátttakendur. Því breytingin sem verður á þeim veldur því að þetta verða mjög sjálfstæðar konur og sterkar konur finnst mér. Þær læra að takast á við hlutina öðruvísi heldur en þær gerðu sem að er mjög athyglisvert að fylgjast með og sjá,“ segir Björk. Aðspurð um það hvort hún geti hugsað sér að fara í frekara nám segir hún að allt sé óráðið. Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941, því 78 ára gömul og einn elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi. Hún hóf ung að árum nám í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og vann sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. „Ég byrjaði 1. mars 1967 inni á Kleppi að vinna þar sem hjúkrunarfræðingur og síðan þegar að geðdeildarbyggingin var opnuð hérna niðri við Hringbraut þá fór ég að vinna þar. Ég hætti 2003 og þá fór ég beint í Háskólann,“ segir Björk. Hún segir sér ekki hugnast aðgerðarleysi og því hafi hún farið í nám þegar að hún hætti að vinna. „Ég gat ekki séð mig gerast eftirlaunaþegi og sitja heima og prjóna því ég er alltof energísk til þess að gera það svoleiðis og svo hafði ég áhuga fyrir mannfræði,“ segir Björk. Henni hafi því dottið í hug að kíkja í Háskólann. Hún hafi ekki ætlað að vera þar lengi en þar sé hún enn sextán árum síðar. Björk segir ritgerð sína fjalla um mál sem sé henni mjög hugleikið. „Ég var að skrifa um Al-anon og hvernig sjálfsmynd breytist hjá konum sem eru langtímaþátttakendur. Því breytingin sem verður á þeim veldur því að þetta verða mjög sjálfstæðar konur og sterkar konur finnst mér. Þær læra að takast á við hlutina öðruvísi heldur en þær gerðu sem að er mjög athyglisvert að fylgjast með og sjá,“ segir Björk. Aðspurð um það hvort hún geti hugsað sér að fara í frekara nám segir hún að allt sé óráðið.
Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira