Við sem þjóð verðum að vakna Björk Eiðsdóttir skrifar 2. september 2019 07:00 Varasettin frá Benecos fást í Hagkaup, Krónunni, Lyfju, Lyfjum og heilsu og öðrum apótekum sem og á vefsíðunni aallravorum.is. Fréttablaðið/Valli Þetta er í níunda sinn sem vinkonurnar Guðný Pálsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir gefa vinnu sína og krafta til að styrkja verðugt málefni. Hugmyndin að þessu einkaframtaki þeirra, er að koma þörfum málefnum á framfæri á kraftmikinn og eftirtektarverðan hátt. Málefnin eru valin af þeim stöllum og skilyrði að allar séu sammála um að það sé vert að leggja helling á sig til að koma því á framfæri. Það var árið 2008 sem verkefninu var hleypt af stokkunum, þá til styrktar Krabbameinsfélags Íslands. „Þetta var bara lítið gæluverkefni í upphafi,“ útskýrir Elísabet. „Gróa hafði greinst með brjóstakrabbamein og við vildum sýna að þeirra starf skipti máli og borga til baka. En auðvitað var þessi hugmynd of góð til að gera bara einu sinni og hér erum við nú 2019.“ Þær segja þó að þegar verkefnin hafi verið farin að renna saman í eitt hafi þær tekið ákvörðun um að hafa þau annað hvert ár. „Í dag stýrum við þessu þannig að okkar sumarfrí er undirlagt þannig að við kerlingarnar erum oft með ansi djúpa bauga í lok september,“ útskýrir Guðný í léttum tón. „En þetta er, þegar öllu er á botninn hvolft, æðri tilgangur – að gefa af sér og láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð – er það ekki bara tilgangur lífsins?“ segir Gróa og hinar samsinna því. „Gleðin og krafturinn og þessi magnaða stemning sem myndast þegar við erum á hátindi átaksins drífur okkur áfram en það sem skilar þó mestu beint í hjartastað er þakklætið og kærleikurinn sem okkur er sýnt þegar við skilum af okkur – það verður aldrei metið til fjár,“ bætir Guðný við.Fengu vitrun um málefni ársins Þær stöllur segja valið á málefnum til að styrkja vera stóra hausverkinn enda af nægu að taka. „Það er allur gangur á þessu, oftast er leitað til okkar, en svo höfum við fengið ráðleggingar hjá vini okkar Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, og fleirum. Það var einmitt í spjalli við hann sem við fengum vitrun um málefni þessa árs,“ segir Gróa. Þjóðarátakið „Ég á bara eitt líf“ hlýtur allan ágóða af Á allra vörum þetta árið en átakinu er ætlað að sporna við og draga úr misnotkun lyfseðisskyldra lyfja og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna. Elísabet samsinnir Gróu: „Jú, þetta var eins og smá vitrun. Sumir duttu út á fundi þegar enn eitt meðferðarúrræðið var borið á borð fyrir okkur. Við vildum gera eitthvað nýtt – eitthvað erfitt. Og það varð ekki aftur snúið eftir að við hittum mæðgurnar sem standa að þjóðarátakinu á fundi og fengum kynningu á þeirra starfi. Upphafið að félaginu Eitt líf má rekja til Báru Tómasdóttur sem missti son sinn, Einar Darra, í maí í fyrra og setti í kjölfarið á laggirnar minningarsjóð um hann og forvarnarátakið Ég á bara eitt líf. Bára er baráttukona og hefur frá andláti sonar síns haft það að markmiði að fræða unga sem aldna um skaðsemi róandi lyfja.“39 ungmenni létust í fyrra „Hjörtu okkar slógu algjörlega í takt. Það var einmitt þetta sem við vildum: Að byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Málefnið er með ólíkindum verðugt og mikilvægt. Við vissum til dæmis ekki að 39 börn og ungmenni létu lífið á síðasta ári eftir of stóran lyfjaskammt. Finnst ykkur þetta hægt?“ spyr Elísabet og Guðný heldur áfram: „Ef við setjum þetta í samhengi þá erum við hræddar um að samfélagið væri lamað ef 39 börn hefðu verið stráfelld á skólalóðum landsins. Við verðum að vakna sem manneskjur og vakna sem þjóð! Ég skil ekki að við sem búum á lítilli eyju skulum ekki geta varið börnin okkar betur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Þetta er í níunda sinn sem vinkonurnar Guðný Pálsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir gefa vinnu sína og krafta til að styrkja verðugt málefni. Hugmyndin að þessu einkaframtaki þeirra, er að koma þörfum málefnum á framfæri á kraftmikinn og eftirtektarverðan hátt. Málefnin eru valin af þeim stöllum og skilyrði að allar séu sammála um að það sé vert að leggja helling á sig til að koma því á framfæri. Það var árið 2008 sem verkefninu var hleypt af stokkunum, þá til styrktar Krabbameinsfélags Íslands. „Þetta var bara lítið gæluverkefni í upphafi,“ útskýrir Elísabet. „Gróa hafði greinst með brjóstakrabbamein og við vildum sýna að þeirra starf skipti máli og borga til baka. En auðvitað var þessi hugmynd of góð til að gera bara einu sinni og hér erum við nú 2019.“ Þær segja þó að þegar verkefnin hafi verið farin að renna saman í eitt hafi þær tekið ákvörðun um að hafa þau annað hvert ár. „Í dag stýrum við þessu þannig að okkar sumarfrí er undirlagt þannig að við kerlingarnar erum oft með ansi djúpa bauga í lok september,“ útskýrir Guðný í léttum tón. „En þetta er, þegar öllu er á botninn hvolft, æðri tilgangur – að gefa af sér og láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð – er það ekki bara tilgangur lífsins?“ segir Gróa og hinar samsinna því. „Gleðin og krafturinn og þessi magnaða stemning sem myndast þegar við erum á hátindi átaksins drífur okkur áfram en það sem skilar þó mestu beint í hjartastað er þakklætið og kærleikurinn sem okkur er sýnt þegar við skilum af okkur – það verður aldrei metið til fjár,“ bætir Guðný við.Fengu vitrun um málefni ársins Þær stöllur segja valið á málefnum til að styrkja vera stóra hausverkinn enda af nægu að taka. „Það er allur gangur á þessu, oftast er leitað til okkar, en svo höfum við fengið ráðleggingar hjá vini okkar Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, og fleirum. Það var einmitt í spjalli við hann sem við fengum vitrun um málefni þessa árs,“ segir Gróa. Þjóðarátakið „Ég á bara eitt líf“ hlýtur allan ágóða af Á allra vörum þetta árið en átakinu er ætlað að sporna við og draga úr misnotkun lyfseðisskyldra lyfja og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna. Elísabet samsinnir Gróu: „Jú, þetta var eins og smá vitrun. Sumir duttu út á fundi þegar enn eitt meðferðarúrræðið var borið á borð fyrir okkur. Við vildum gera eitthvað nýtt – eitthvað erfitt. Og það varð ekki aftur snúið eftir að við hittum mæðgurnar sem standa að þjóðarátakinu á fundi og fengum kynningu á þeirra starfi. Upphafið að félaginu Eitt líf má rekja til Báru Tómasdóttur sem missti son sinn, Einar Darra, í maí í fyrra og setti í kjölfarið á laggirnar minningarsjóð um hann og forvarnarátakið Ég á bara eitt líf. Bára er baráttukona og hefur frá andláti sonar síns haft það að markmiði að fræða unga sem aldna um skaðsemi róandi lyfja.“39 ungmenni létust í fyrra „Hjörtu okkar slógu algjörlega í takt. Það var einmitt þetta sem við vildum: Að byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Málefnið er með ólíkindum verðugt og mikilvægt. Við vissum til dæmis ekki að 39 börn og ungmenni létu lífið á síðasta ári eftir of stóran lyfjaskammt. Finnst ykkur þetta hægt?“ spyr Elísabet og Guðný heldur áfram: „Ef við setjum þetta í samhengi þá erum við hræddar um að samfélagið væri lamað ef 39 börn hefðu verið stráfelld á skólalóðum landsins. Við verðum að vakna sem manneskjur og vakna sem þjóð! Ég skil ekki að við sem búum á lítilli eyju skulum ekki geta varið börnin okkar betur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira